Fótbolti

Nýtt hlað­varp Sýnar um drauma­liðs­leik enska boltans

Siggeir Ævarsson skrifar
Albert Þór Guðmundsson og Sindri Kamban leiða okkur í allan sannleikann um draumaliðsleik enska boltans
Albert Þór Guðmundsson og Sindri Kamban leiða okkur í allan sannleikann um draumaliðsleik enska boltans

Fantasýn er nýtt hlaðvarp Sýnar um Fantasy Premier League, draumaliðsleik ensku úrvalsdeildarinnar. Þáttastjórnendur eru Albert Þór Guðmundsson og Sindri Kamban en fyrsti þátturinn fór í loftið í dag.

Fantasy Premier League nýtur mikilla vinsælda á Íslandi þar sem yfir 20 þúsund Íslendingar spila leikinn. Þeir félagar munu vera með þátt eftir hverja leikviku, greina frá því sem gerðist í nýliðinni umferð og leggja línurnar fyrir þá næstu.

Sýn verður með stærstu Fantasy deildina á Íslandi í ár, eina sem þú þarft að gera til að taka þátt er að skrá þitt lið til leiks á vefsíðu Fantasy Premier League. Veittir verða veglegir vinningar allt árið og sigurvegarinn í lok tímabilsins mun fá vinning sem inniheldur flug, gistingu og miða á leik í enska boltanum.

Í fyrsta þætti vetrarins fara þeir félagar yfir víðan völl í upphitun sinni fyrir komandi tímabil. Þeir fara yfir reglur leiksins, hvaða reglubreytingar hafa átt sér stað fyrir komandi tímabil, hvaða áhrif félagsskipti í enska boltanum hafa á næsta tímabil, tölfræði leikmanna frá undirbúningstímabilinu og veita hlustendum vel valin heillaráð fyrir komandi tímabil.

Ekki missa af þessum fyrsta þætti og mundu að skrá þitt lið til leiks á fyrir fyrsta leik tímabilsins á föstudaginn kemur. Það er betra að vera með Sýn þegar þú spilar Fantasy Premier League.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×