Fleiri fréttir Memphis - Houston í beinni í nótt Leikur Memphis Grizzlies og Houston Rockets verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni klukkan eitt eftir miðnætti í nótt. Hér er á ferðinni leikur tveggja liða með mjög ólíkan leikstíl og gaman verður að sjá hvort það verður sókn eða vörn sem hefur betur að þessu sinni. 6.2.2007 20:41 Vilja setja Hiddink í fangelsi Hollenskur saksóknari vill láta stinga knattspyrnuþjálfaranum Guus Hiddink í fangelsi vegna skattsvika og segir hann hafa vikið sér undan stórum fjárhæðum á árunum 2002 og 2003 þar sem hann hafi logið því að hann væri belgískur ríkisborgari. Hiddink er núverandi landsliðsþjálfari Rússa en hefur m.a. verið orðaður við Chelsea. 6.2.2007 20:23 Joey Barton fékk þurrar móttökur á fyrstu æfingu Miðjumaðurinn Joey Barton fékk fremur þurrar móttökur þegar hann mætti á sína fyrstu landsliðsæfingu á dögunum ef marka má grein í breska blaðinu Sun í dag. Barton gagnrýndi þá Frank Lampard og Steven Gerrard harðlega fyrir frammistöðu sína á HM í sumar og fékk því ekki sérstaklega hlýjar móttökur frá þeim félögum. 6.2.2007 19:43 Gillett: Ég verð hengdur ef ég sting upp á samstarfi við Everton Ameríski auðjöfurinn George Gillett sem keypti Liverpool í dag segir ekki koma til greina að deila nýjum heimavelli með Everton eins og breskir fjölmiðlar héldu fram í dag. Hann segir að sér hafi verið gert það ljóst um leið og hann minntist á vallarmál að hann yrði hengdur ef hann áformaði að deila velli með grönnunum bláklæddu. 6.2.2007 17:44 Brasilía - Portúgal í beinni á Sýn í kvöld Vináttuleikur frændþjóðanna Brasilíu og Portúgal verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni sýn í kvöld og hefst útsending klukkan 19:50. Þar verður hinn magnaði Cristiano Ronaldo í eldlínunni með Portúgal, en reiknað er með að Adriano verði á ný í framlínu Brassa. 6.2.2007 16:19 Mörkin hjá Hamburg of lítil Allt hefur gengið á afturfótunum hjá liði Hamburg í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í vetur og hefur liðið skorað fæst mörk allra í deildinni. Blaðamaður Hamburger Abendblatt hefur fundið lausnina á þessu og segir mörkin á Hamburg Arena einfaldlega vera of lítil. 6.2.2007 15:49 Ben Foster í byrjunarliði Englendinga Markvörðurinn Ben Foster frá Manchester United mun spila sinn fyrsta leik fyrir enska landsliðið annað kvöld þegar liðið mætir Spánverjum í vináttuleik. Steve McClaren hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn og gefur Foster, sem spilar sem lánsmaður hjá Watford, tækifæri til að sanna sig milli stanganna. 6.2.2007 15:12 Ítalski boltinn gæti byrjað á ný á sunnudaginn Keppni í ítalska boltanum gæti hafist á ný á sunnudag að sögn Luca Pancalli, formanns ítalska knattspyrnusambandsins. Forráðamenn félaga í A og B deildunum þar í landi hafa fundað stíft síðustu daga vegna öryggismála á knattspyrnuvöllum þar í landi í kjölfar þess að lögreglumaður lét lífið í óeirðum á dögunum og ákvörðunar er að vænta á morgun. 6.2.2007 14:36 Guti: Beckham á að spila Miðjumaðurinn Guti hjá Real Madrid segir að leikmaður á borð við David Beckham eigi að vera inni á vellinum að spila með liðinu í stað þess að húka uppi í stúku og fullyrðir að hann tali fyrir munn allra leikmanna Real í þessu sambandi. 6.2.2007 14:16 Bayern: Ekki í viðræðum við Mourinho Forráðamenn Bayern Munchen sendu frá sér yfirlýsingu í gærkvöld þar sem það var tekið skýrt fram að félagið væri ekki enn komið í formlegar viðræður við þjálfara til að taka við liðinu á næstu leiktíð, en Ottmar Hitzfeld hefur enn sem komið er aðeins samþykkt að stýra því út leiktíðina. 6.2.2007 14:10 Barkley vann tæpar 50 milljónir í Las Vegas um helgina Fyrrum körfuknattleiksmaðurinn Charles Barkley sem nú er sjónvarpsmaður á ESPN sjónvarpsstöðinni, segist hafa unnið tæpar 50 milljónir króna í Las Vegas um síðustu helgi þar sem hann veðjaði m.a. á úrslitin í Superbowl. Barkley viðurkennir að hann eigi við vandamál að stríða þegar kemur að veðmálum og segist hafa tapað 170 milljónum á 6 klukkutímum í spilavíti í fyrra. 6.2.2007 13:51 Kanar kaupa Liverpool Bandarísku auðjöfrarnir George Gillett og Tom Hicks eru að kaupa enska knattspyrnuliðið Liverpool. Stjórn Liverpool samþykkti í dag yfirtökutilboð upp á 174 milljónir punda. Gillett á fyrir íshokkíliðið Montreal Canadiens en Hicks á íshokkíliðið Dallas Stars. Þeir borguðu fimmþúsund pund á hlut og yfirtóku skuldir fyrir 45 milljónir punda. Heildarverðmæti samningsins er því 219 milljónir punda. 6.2.2007 13:30 Ætlar að vera jafngóður og Gylfi íslandsmeistari. Já hann Gylfi íslandsmeistari er settur í fyrsta sæti ásamt honum Ricky Carmichael, ef marka má hann Unnar Erni Valtýsson sem varð 6 ára um daginn. Unnar bað sérstaklega að Gylfi yrði settur á afmæliskökuna sína og sagðist hann ætla að vera "Krossaramaður" eins og Gylfi þegar hann verður stór. 6.2.2007 09:56 Atli Guðmundsson sigraði í fjórgangi í Meistaradeildinni Atli Guðmundsson sigraði í fjórgangi Meistaradeildar VÍS sem haldin var síðastliðin fimmtudag í Ölfushöll á Ingólfshvoli. Atli varð efstur í B-úrslitum og kom svo að því að Þorvaldur Árni og Atli þurftu að fara í bráðabana í A-úrslitum. Atli reið Dynjanda frá Dalvík og Þorvaldur Árni á landsmótssigurvegaranum Rökkva frá Hárlaugsstöðum og komu þeir hnífjafnir eftir A-úrslitin og sigruðu Atli og Dynjandi að lokum eftir hreint frábæran bráðabana.. 6.2.2007 09:40 Jordan og Dominique dæma í troðkeppninni Dómnefndin í troðslukeppninni í stjörnuleiknum í NBA þann 17. febrúar næstkomandi verða engir smákallar og ef til vill betri troðarar en sjálfir keppendurnir. Í gærkvöldi var tilkynnt að fyrrum meistararnir Dominique Wilkins, Michael Jordan, Dr. Julius Erving, Kobe Bryant og Vince Carter verði í dómnefndinni að þessu sinni. 6.2.2007 05:49 Shaquille O´Neal allur að koma til Shaquille O´Neal virðist vera að ná heilsu á ný eftir löng og erfið meiðsli, en í nótt skoraði hann 22 stig á aðeins 21 mínútu í sigri Miami Heat á Charlotte. Dwyane Wade skoraði 27 stig og gaf 12 stoðsendingar fyrir Miami sem vann fjórða leikinn í röð, en Raymond Felton skoraði 20 stig fyrir Charlotte. 6.2.2007 04:58 Ákvörðunar að vænta á morgun Ítölsk íþróttamálayfirvöld munu ákveða á morgun hvort leika eigi knattspyrnu þar í landi fyrir luktum dyrum. Útför lögreglumannsins sem lést við skyldustörf á leik Catania og Palermo á föstudag var haldin í gær. 5.2.2007 21:38 Stenson inn á topp 10 Sænski kylfingurinn Henrik Stenson náði þeim árangri í fyrsta sinn á ferlinum í dag að komast inn á lista tíu bestu spilara heims. Þessi tíðindi koma á hæla sigurs hans á Dubai Desert Classic mótinu sem fram fór um helgina. 5.2.2007 19:30 Middlesbrough kaupir Woodgate Real Madrid hefur tilkynnt að félagið hafi náð samkomulagi um formlega sölu á enska landsliðsvarnarmanninum Jonathan Woodgate til Middlesbrough. Woodgate hefur spilað sem lánsmaður á Englandi á leiktíðinni og hefur náð að vinna sér sæti í enska landsliðinu á ný. Hann er 27 ára gamall en hefur átt við þrálát meiðsli að stríða í nokkur ár. 5.2.2007 18:24 Mayweather: Hatton er fitubolla Bandaríski hnefaleikarinn Floyd Mayweather hefur ekki í hyggju að mæta Bretanum Ricky Hatton í hringnum áður en hann leggur hanskana á hilluna og segir Hatton ekkert annað en pappakassa með bjórvömb sem sé nógu góður til að pússa skóna sína og slá hjá sér grasið. 5.2.2007 17:24 Safn til minningar um Heiðar Ákveðið hefur verið að koma á fót vélhjólasafni til heiðurs einum virtasta mótorhjólamanni Íslands, Heidda #10 sem lést í fyrra af slysförum. Það eru vinir hans og bræður sem standa fyrir þessu. 5.2.2007 17:05 Ronaldo á að fara til Barcelona Luiz Felipe Scolari, landsliðsþjálfari Portúgala, segir að Cristiano Ronaldo hjá Manchester United ætti að fara frá liðinu og ganga í raðir Barcelona á Spáni. Ronaldo hefur verið frábær með United í vetur, en "Stóri-Phil" segir tíma kominn á breytingar hjá hinum 22 ára gamla vængmanni. 5.2.2007 16:00 6th TransAtlantic Offroad Challenge aflýst Tilkynning barst áðan inn á vef "Vélhjólaíþróttaklúbbsins" að það væri búið að aflýsa stærstu og vinsælustu endurokeppni Íslands. Bréfið er svohljóðandi: Bölvanlegt að þurfa að tilkynna þetta. En því miður verður ekki keppt hérna á Klaustri í ár. 5.2.2007 15:31 Heiðar í liði vikunnar á Sky Heiðar Helguson var kjörinn í úrvalslið vikunnar af sérfræðingum Sky sjónvarpsstöðvarinnar eftir frammistöðu sína með Fulham um helgina, en hann skoraði fyrsta mark Fulham í dýrmætum sigri liðsins á Newcastle. Heiðar fékk 9 í einkunn og var sagður hafa gert varnarmönnum Newcastle lífið leitt frá fyrstu mínútu. 5.2.2007 15:24 Eto´o: Næ ekki fullum styrk fyrr en eftir eitt ár Kamerúninn Samuel Eto´o sneri aftur úr meiðslum með liði Barcelona í gær þegar hann lék síðustu fimm mínúturnar í daufu jafntefli Börsunga við Osasuna. Spænskir fjölmiðlar spá því að hann verði jafnvel í byrjunarliði Barcelona í næsta leik þegar meistararnir mæta Santander næsta laugardag, en leikmaðurinn segir sig eiga langt í land með að ná bata. 5.2.2007 15:03 Kahn: Örvænting í vörninni hjá Bayern Markvörðurinn Oliver Kahn segir að örvænting ríki í varnarleik Þýskalandsmeistara Bayern Munchen og segir að gríðarlegar breytingar verði að eiga sér stað innan liðsins ef það eigi að tryggja sér Evrópusæti í deildinni í vor. Bayern steinlá 3-0 fyrir Nurnberg um helgina og situr nú í fjórða sæti deildarinnar. 5.2.2007 14:54 Capello ætlar að halda ótrauður áfram Ítalski þjálfarinn Fabio Capello hjá Real Madrid ætlar ekki að láta niðurlægjandi tap liðsins gegn Levante í gær hafa áhrif á sig og segist fullviss um að liðið geti náð að gera fína hluti í vor. Tap Real í gær var hið fjórða í síðustu fimm leikjum og stuðningsmenn Real létu vel í sér heyra eftir vonbrigðin í gær. 5.2.2007 14:45 Rooney verður í enska hópnum Wayne Rooney verður í enska landsliðshópnum sem mætir Spánverjum í vináttuleik á miðvikudagskvöldið, en framherjinn Andrew Johnson hefur dregið sig úr hópnum vegna ökklameiðsla. Leikurinn fer fram á Old Trafford í Manchester og verður sýndur beint á Sýn. 5.2.2007 14:36 Anaheim 3 úrslit. James Stewart var fljótastur alla helgina og náði hann að landa sínum þriðja sigri í Anaheim í Kalíforníu. Chad Reed lét hann þó vinna fyrir kaupinu sínu og virðist sem hann sé allur að koma til eftir að hafa meiðst á öxl en hann lenti í öðru sæti. Tim Ferry endaði þriðji,30 sekúndum á eftir fyrsta manni. 5.2.2007 12:42 Colts unnu ofurskálina Indianapolis Colts unnu ofurskálina í úrslitaleik bandarísku ruðningsdeildarinnar í gær. Þeir báru sigurorð af Chicago Bears 29-17. Leikurinn um ofurskálina eða „superbowl" er einn allrastærsti sjónvarps- og íþróttaviðburður ársins í Bandaríkjunum en talið er að fylgst hafi verið með leiknum á hátt í 50 milljón bandarískum heimilum. Poppstjarnan Prince sá um skemmtunina í hálfleik og þótti standa sig vel. 5.2.2007 07:27 Indianapolis Colts sigraði í Superbowl Indianapolis Colts sigraði Chicago Bears 29-17 í nótt í 41. úrslitaleiknum í NFL deildinni, Superbowl. Chicago komst í 14-6 í leiknum sem spilaður var við erfið skilyrði á Flórída í ausandi rigningu, en Peyton Manning og félagar hristu af sér slenið og unnu verðskuldaðan sigur í leik margra mistaka. 5.2.2007 03:08 Detroit herðir takið á Cleveland Liðsmenn Detroit Pistons minntu LeBron James og félaga í Cleveland Cavaliers rækilega á það í nótt að liðið á enn nokkuð í að geta kallað sig stórveldi í Austurdeildinni. Detroit vann auðveldan útisigur á Cleveland 90-78 og var það fimmti sigur Detroit á Cleveland í röð í deildarkeppninni. 5.2.2007 02:22 O´Shea ætlar að rukka inn bónusinn fyrir að halda hreinu Írski varnarmaðurinn John O´Shea fékk það erfiða hlutverk að þurfa að standa í marki Manchester United síðustu tíu mínúturnar í sigri liðsins á Tottenham á útivelli. O´Shea viðurkenndi að hann hefði verið ansi taugaveiklaður þegar hann spilaði í fyrsta sinn sem markvörður í ensku úrvalsdeildinni. 4.2.2007 19:42 "Ó, þetta er svo ljúft" Þetta söng bróðurpartur áhorfenda í Köln þegar Þjóðverjar urðu heimsmeistarar í handknattleik í dag og leikmenn liðsins trylltust af fögnuði niðri á gólfi, klæddir kórónum og gerviskeggi. Þessi útbúnaður sem sjá má hér á myndinni var til heiðurs núverandi- og fyrrverandi þjálfurum liðsins. 4.2.2007 18:28 Balic besti maður mótsins Króatinn magnaði Ivano Balic var kjörinn leikmaður heimsmeistaramótsins í handknattleik sem lauk í Köln í dag. Þá var einnig valið úrvalslið mótsins, en enginn íslendingur komst þar á blað. 4.2.2007 18:18 United valtaði yfir Tottenham Manchester United jók í dag forskot sitt á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í sex stig á ný eftir sannfærandi 4-0 sigur á lánlausu liði Tottenham á White Hart Lane í dag. Tottenham hélt í við toppliðið allt til loka fyrri hálfleiks þegar Cristiano Ronaldo kom United yfir úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur - en eftir það var leikurinn eign þeirra rauðu. 4.2.2007 18:02 Ólafur Stefánsson gaf flestar stoðsendingar Íslensku leikmennirnir á HM voru mjög áberandi meðal efstu manna í helstu tölfræðiþáttum í sóknarleiknum. Guðjón Valur varð markakóngur og Ólafur Stefánsson sendi flestar stoðsendingar allra á mótinu. Ólafur hirti einnig toppsætið á listanum yfir þá leikmenn sem voru með flest mörk og stoðsendingar samanlagt. 4.2.2007 17:30 Guðjón Valur markakóngur á HM Guðjón Valur Sigurðsson varð markahæsti leikmaðurinn á HM í Þýskalandi og skoraði hann 66 mörk í 10 leikjum, 9 mörkum meira en Tékkinn Philip Jicha sem reyndar spilaði aðeins 8 leiki á mótinu. Pólverjinn Karol Bielecki skoraði 56 mörk og stórskyttan Koksharov frá Rússlandi varð þriðji með 55 mörk. Íslenska liðið átti 5 af 10 markahæstu mönnum mótsins. 4.2.2007 17:17 Lokastaðan á HM Einu glæsilegasta heimsmeistaramóti sem haldið hefur verið í handknattleik lauk í dag þar sem gestgjafarnir Þjóðverjar stóðu uppi sem sigurvegarar. Spútniklið keppninnar Pólverjar urðu í öðru sæti, en áhugamennirnir frá Ástralíu, sem sjálfir greiddu fyrir farseðil sinn á mótið, ráku lestina. 4.2.2007 17:10 Þjóðverjar heimsmeistarar í handbolta Þjóðverjar eru heimsmeistarar í handbolta eftir 29-24 sigur á Pólverjum í úrslitaleik í Köln í dag. Þjóðverjar höfðu yfir í hálfleik 17-13 og höfðu yfirhöndina allan leikinn. Pólverjar náðu góðum leikkafla um miðjan síðari hálfleik og náðu að minnka muninn í 22-21 en þá tóku heimamenn mikla rispu og tryggðu sér verðskuldaðan sigur. 4.2.2007 16:50 Everton-menn ósáttir við ummæli Benitez Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, er í litlu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Everton í dag eftir að hann lét þau ummæli falla í gær að Everton væri smálið. Framkvæmdastjóri Everton segir Benitez vera einn um sínar skoðanir. 4.2.2007 14:48 Danir hirtu bronsið Danir tryggðu sér í dag bronsverðlaunin á HM í handbolta með því að leggja Frakka 34-27 í leiknum um þriðja sætið í Köln, eftir að hafa náð góðri forystu í hálfleik 21-15. Lars Christiansen skoraði 9 mörk fyrir Dani, sem eru ekki óvanir því að næla sér í bronsverðlaun á stórmótum undanfarin ár. 4.2.2007 14:43 Stenson sigraði í Dubai Svíinn Henrik Stenson sigraði á Dubai Desert Classic mótinu í golfi sem lauk í dag. Stenson spilaði lokahringinn á fjórum undir pari, 68 höggum, og varð einu höggi á undan Ernie Els og tveimur á undan Tiger Woods sem átti titil að verja á mótinu. 4.2.2007 14:38 Þriðji sigur Utah á Phoenix í vetur Utah Jazz lagði Phoenix Suns nokkuð óvænt á útivelli í NBA deildinni í körfubolta í nótt og var þetta þriðji sigur Utah á Phoenix í vetur. Jazz ber því ábyrgð á vænum hluta aðeins 10 tapleikja Phoenix, en þar af eru tvö þeirra á heimavelli Suns. Þá áttust þeir Kobe Bryant og Gilbert Arenas við í miklu einvígi Washington og LA Lakers. 4.2.2007 14:02 United hefur yfir gegn Tottenham Manchester United hefur yfir 1-0 gegn Tottenham á White Hart Lane þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign liðanna í ensku úrvalsdeildinni. Það var hinn magnaði Cristiano Ronaldo sem skoraði mark United úr vítaspyrnu skömmu fyrir leikhlé. 4.2.2007 17:00 Sjá næstu 50 fréttir
Memphis - Houston í beinni í nótt Leikur Memphis Grizzlies og Houston Rockets verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni klukkan eitt eftir miðnætti í nótt. Hér er á ferðinni leikur tveggja liða með mjög ólíkan leikstíl og gaman verður að sjá hvort það verður sókn eða vörn sem hefur betur að þessu sinni. 6.2.2007 20:41
Vilja setja Hiddink í fangelsi Hollenskur saksóknari vill láta stinga knattspyrnuþjálfaranum Guus Hiddink í fangelsi vegna skattsvika og segir hann hafa vikið sér undan stórum fjárhæðum á árunum 2002 og 2003 þar sem hann hafi logið því að hann væri belgískur ríkisborgari. Hiddink er núverandi landsliðsþjálfari Rússa en hefur m.a. verið orðaður við Chelsea. 6.2.2007 20:23
Joey Barton fékk þurrar móttökur á fyrstu æfingu Miðjumaðurinn Joey Barton fékk fremur þurrar móttökur þegar hann mætti á sína fyrstu landsliðsæfingu á dögunum ef marka má grein í breska blaðinu Sun í dag. Barton gagnrýndi þá Frank Lampard og Steven Gerrard harðlega fyrir frammistöðu sína á HM í sumar og fékk því ekki sérstaklega hlýjar móttökur frá þeim félögum. 6.2.2007 19:43
Gillett: Ég verð hengdur ef ég sting upp á samstarfi við Everton Ameríski auðjöfurinn George Gillett sem keypti Liverpool í dag segir ekki koma til greina að deila nýjum heimavelli með Everton eins og breskir fjölmiðlar héldu fram í dag. Hann segir að sér hafi verið gert það ljóst um leið og hann minntist á vallarmál að hann yrði hengdur ef hann áformaði að deila velli með grönnunum bláklæddu. 6.2.2007 17:44
Brasilía - Portúgal í beinni á Sýn í kvöld Vináttuleikur frændþjóðanna Brasilíu og Portúgal verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni sýn í kvöld og hefst útsending klukkan 19:50. Þar verður hinn magnaði Cristiano Ronaldo í eldlínunni með Portúgal, en reiknað er með að Adriano verði á ný í framlínu Brassa. 6.2.2007 16:19
Mörkin hjá Hamburg of lítil Allt hefur gengið á afturfótunum hjá liði Hamburg í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í vetur og hefur liðið skorað fæst mörk allra í deildinni. Blaðamaður Hamburger Abendblatt hefur fundið lausnina á þessu og segir mörkin á Hamburg Arena einfaldlega vera of lítil. 6.2.2007 15:49
Ben Foster í byrjunarliði Englendinga Markvörðurinn Ben Foster frá Manchester United mun spila sinn fyrsta leik fyrir enska landsliðið annað kvöld þegar liðið mætir Spánverjum í vináttuleik. Steve McClaren hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn og gefur Foster, sem spilar sem lánsmaður hjá Watford, tækifæri til að sanna sig milli stanganna. 6.2.2007 15:12
Ítalski boltinn gæti byrjað á ný á sunnudaginn Keppni í ítalska boltanum gæti hafist á ný á sunnudag að sögn Luca Pancalli, formanns ítalska knattspyrnusambandsins. Forráðamenn félaga í A og B deildunum þar í landi hafa fundað stíft síðustu daga vegna öryggismála á knattspyrnuvöllum þar í landi í kjölfar þess að lögreglumaður lét lífið í óeirðum á dögunum og ákvörðunar er að vænta á morgun. 6.2.2007 14:36
Guti: Beckham á að spila Miðjumaðurinn Guti hjá Real Madrid segir að leikmaður á borð við David Beckham eigi að vera inni á vellinum að spila með liðinu í stað þess að húka uppi í stúku og fullyrðir að hann tali fyrir munn allra leikmanna Real í þessu sambandi. 6.2.2007 14:16
Bayern: Ekki í viðræðum við Mourinho Forráðamenn Bayern Munchen sendu frá sér yfirlýsingu í gærkvöld þar sem það var tekið skýrt fram að félagið væri ekki enn komið í formlegar viðræður við þjálfara til að taka við liðinu á næstu leiktíð, en Ottmar Hitzfeld hefur enn sem komið er aðeins samþykkt að stýra því út leiktíðina. 6.2.2007 14:10
Barkley vann tæpar 50 milljónir í Las Vegas um helgina Fyrrum körfuknattleiksmaðurinn Charles Barkley sem nú er sjónvarpsmaður á ESPN sjónvarpsstöðinni, segist hafa unnið tæpar 50 milljónir króna í Las Vegas um síðustu helgi þar sem hann veðjaði m.a. á úrslitin í Superbowl. Barkley viðurkennir að hann eigi við vandamál að stríða þegar kemur að veðmálum og segist hafa tapað 170 milljónum á 6 klukkutímum í spilavíti í fyrra. 6.2.2007 13:51
Kanar kaupa Liverpool Bandarísku auðjöfrarnir George Gillett og Tom Hicks eru að kaupa enska knattspyrnuliðið Liverpool. Stjórn Liverpool samþykkti í dag yfirtökutilboð upp á 174 milljónir punda. Gillett á fyrir íshokkíliðið Montreal Canadiens en Hicks á íshokkíliðið Dallas Stars. Þeir borguðu fimmþúsund pund á hlut og yfirtóku skuldir fyrir 45 milljónir punda. Heildarverðmæti samningsins er því 219 milljónir punda. 6.2.2007 13:30
Ætlar að vera jafngóður og Gylfi íslandsmeistari. Já hann Gylfi íslandsmeistari er settur í fyrsta sæti ásamt honum Ricky Carmichael, ef marka má hann Unnar Erni Valtýsson sem varð 6 ára um daginn. Unnar bað sérstaklega að Gylfi yrði settur á afmæliskökuna sína og sagðist hann ætla að vera "Krossaramaður" eins og Gylfi þegar hann verður stór. 6.2.2007 09:56
Atli Guðmundsson sigraði í fjórgangi í Meistaradeildinni Atli Guðmundsson sigraði í fjórgangi Meistaradeildar VÍS sem haldin var síðastliðin fimmtudag í Ölfushöll á Ingólfshvoli. Atli varð efstur í B-úrslitum og kom svo að því að Þorvaldur Árni og Atli þurftu að fara í bráðabana í A-úrslitum. Atli reið Dynjanda frá Dalvík og Þorvaldur Árni á landsmótssigurvegaranum Rökkva frá Hárlaugsstöðum og komu þeir hnífjafnir eftir A-úrslitin og sigruðu Atli og Dynjandi að lokum eftir hreint frábæran bráðabana.. 6.2.2007 09:40
Jordan og Dominique dæma í troðkeppninni Dómnefndin í troðslukeppninni í stjörnuleiknum í NBA þann 17. febrúar næstkomandi verða engir smákallar og ef til vill betri troðarar en sjálfir keppendurnir. Í gærkvöldi var tilkynnt að fyrrum meistararnir Dominique Wilkins, Michael Jordan, Dr. Julius Erving, Kobe Bryant og Vince Carter verði í dómnefndinni að þessu sinni. 6.2.2007 05:49
Shaquille O´Neal allur að koma til Shaquille O´Neal virðist vera að ná heilsu á ný eftir löng og erfið meiðsli, en í nótt skoraði hann 22 stig á aðeins 21 mínútu í sigri Miami Heat á Charlotte. Dwyane Wade skoraði 27 stig og gaf 12 stoðsendingar fyrir Miami sem vann fjórða leikinn í röð, en Raymond Felton skoraði 20 stig fyrir Charlotte. 6.2.2007 04:58
Ákvörðunar að vænta á morgun Ítölsk íþróttamálayfirvöld munu ákveða á morgun hvort leika eigi knattspyrnu þar í landi fyrir luktum dyrum. Útför lögreglumannsins sem lést við skyldustörf á leik Catania og Palermo á föstudag var haldin í gær. 5.2.2007 21:38
Stenson inn á topp 10 Sænski kylfingurinn Henrik Stenson náði þeim árangri í fyrsta sinn á ferlinum í dag að komast inn á lista tíu bestu spilara heims. Þessi tíðindi koma á hæla sigurs hans á Dubai Desert Classic mótinu sem fram fór um helgina. 5.2.2007 19:30
Middlesbrough kaupir Woodgate Real Madrid hefur tilkynnt að félagið hafi náð samkomulagi um formlega sölu á enska landsliðsvarnarmanninum Jonathan Woodgate til Middlesbrough. Woodgate hefur spilað sem lánsmaður á Englandi á leiktíðinni og hefur náð að vinna sér sæti í enska landsliðinu á ný. Hann er 27 ára gamall en hefur átt við þrálát meiðsli að stríða í nokkur ár. 5.2.2007 18:24
Mayweather: Hatton er fitubolla Bandaríski hnefaleikarinn Floyd Mayweather hefur ekki í hyggju að mæta Bretanum Ricky Hatton í hringnum áður en hann leggur hanskana á hilluna og segir Hatton ekkert annað en pappakassa með bjórvömb sem sé nógu góður til að pússa skóna sína og slá hjá sér grasið. 5.2.2007 17:24
Safn til minningar um Heiðar Ákveðið hefur verið að koma á fót vélhjólasafni til heiðurs einum virtasta mótorhjólamanni Íslands, Heidda #10 sem lést í fyrra af slysförum. Það eru vinir hans og bræður sem standa fyrir þessu. 5.2.2007 17:05
Ronaldo á að fara til Barcelona Luiz Felipe Scolari, landsliðsþjálfari Portúgala, segir að Cristiano Ronaldo hjá Manchester United ætti að fara frá liðinu og ganga í raðir Barcelona á Spáni. Ronaldo hefur verið frábær með United í vetur, en "Stóri-Phil" segir tíma kominn á breytingar hjá hinum 22 ára gamla vængmanni. 5.2.2007 16:00
6th TransAtlantic Offroad Challenge aflýst Tilkynning barst áðan inn á vef "Vélhjólaíþróttaklúbbsins" að það væri búið að aflýsa stærstu og vinsælustu endurokeppni Íslands. Bréfið er svohljóðandi: Bölvanlegt að þurfa að tilkynna þetta. En því miður verður ekki keppt hérna á Klaustri í ár. 5.2.2007 15:31
Heiðar í liði vikunnar á Sky Heiðar Helguson var kjörinn í úrvalslið vikunnar af sérfræðingum Sky sjónvarpsstöðvarinnar eftir frammistöðu sína með Fulham um helgina, en hann skoraði fyrsta mark Fulham í dýrmætum sigri liðsins á Newcastle. Heiðar fékk 9 í einkunn og var sagður hafa gert varnarmönnum Newcastle lífið leitt frá fyrstu mínútu. 5.2.2007 15:24
Eto´o: Næ ekki fullum styrk fyrr en eftir eitt ár Kamerúninn Samuel Eto´o sneri aftur úr meiðslum með liði Barcelona í gær þegar hann lék síðustu fimm mínúturnar í daufu jafntefli Börsunga við Osasuna. Spænskir fjölmiðlar spá því að hann verði jafnvel í byrjunarliði Barcelona í næsta leik þegar meistararnir mæta Santander næsta laugardag, en leikmaðurinn segir sig eiga langt í land með að ná bata. 5.2.2007 15:03
Kahn: Örvænting í vörninni hjá Bayern Markvörðurinn Oliver Kahn segir að örvænting ríki í varnarleik Þýskalandsmeistara Bayern Munchen og segir að gríðarlegar breytingar verði að eiga sér stað innan liðsins ef það eigi að tryggja sér Evrópusæti í deildinni í vor. Bayern steinlá 3-0 fyrir Nurnberg um helgina og situr nú í fjórða sæti deildarinnar. 5.2.2007 14:54
Capello ætlar að halda ótrauður áfram Ítalski þjálfarinn Fabio Capello hjá Real Madrid ætlar ekki að láta niðurlægjandi tap liðsins gegn Levante í gær hafa áhrif á sig og segist fullviss um að liðið geti náð að gera fína hluti í vor. Tap Real í gær var hið fjórða í síðustu fimm leikjum og stuðningsmenn Real létu vel í sér heyra eftir vonbrigðin í gær. 5.2.2007 14:45
Rooney verður í enska hópnum Wayne Rooney verður í enska landsliðshópnum sem mætir Spánverjum í vináttuleik á miðvikudagskvöldið, en framherjinn Andrew Johnson hefur dregið sig úr hópnum vegna ökklameiðsla. Leikurinn fer fram á Old Trafford í Manchester og verður sýndur beint á Sýn. 5.2.2007 14:36
Anaheim 3 úrslit. James Stewart var fljótastur alla helgina og náði hann að landa sínum þriðja sigri í Anaheim í Kalíforníu. Chad Reed lét hann þó vinna fyrir kaupinu sínu og virðist sem hann sé allur að koma til eftir að hafa meiðst á öxl en hann lenti í öðru sæti. Tim Ferry endaði þriðji,30 sekúndum á eftir fyrsta manni. 5.2.2007 12:42
Colts unnu ofurskálina Indianapolis Colts unnu ofurskálina í úrslitaleik bandarísku ruðningsdeildarinnar í gær. Þeir báru sigurorð af Chicago Bears 29-17. Leikurinn um ofurskálina eða „superbowl" er einn allrastærsti sjónvarps- og íþróttaviðburður ársins í Bandaríkjunum en talið er að fylgst hafi verið með leiknum á hátt í 50 milljón bandarískum heimilum. Poppstjarnan Prince sá um skemmtunina í hálfleik og þótti standa sig vel. 5.2.2007 07:27
Indianapolis Colts sigraði í Superbowl Indianapolis Colts sigraði Chicago Bears 29-17 í nótt í 41. úrslitaleiknum í NFL deildinni, Superbowl. Chicago komst í 14-6 í leiknum sem spilaður var við erfið skilyrði á Flórída í ausandi rigningu, en Peyton Manning og félagar hristu af sér slenið og unnu verðskuldaðan sigur í leik margra mistaka. 5.2.2007 03:08
Detroit herðir takið á Cleveland Liðsmenn Detroit Pistons minntu LeBron James og félaga í Cleveland Cavaliers rækilega á það í nótt að liðið á enn nokkuð í að geta kallað sig stórveldi í Austurdeildinni. Detroit vann auðveldan útisigur á Cleveland 90-78 og var það fimmti sigur Detroit á Cleveland í röð í deildarkeppninni. 5.2.2007 02:22
O´Shea ætlar að rukka inn bónusinn fyrir að halda hreinu Írski varnarmaðurinn John O´Shea fékk það erfiða hlutverk að þurfa að standa í marki Manchester United síðustu tíu mínúturnar í sigri liðsins á Tottenham á útivelli. O´Shea viðurkenndi að hann hefði verið ansi taugaveiklaður þegar hann spilaði í fyrsta sinn sem markvörður í ensku úrvalsdeildinni. 4.2.2007 19:42
"Ó, þetta er svo ljúft" Þetta söng bróðurpartur áhorfenda í Köln þegar Þjóðverjar urðu heimsmeistarar í handknattleik í dag og leikmenn liðsins trylltust af fögnuði niðri á gólfi, klæddir kórónum og gerviskeggi. Þessi útbúnaður sem sjá má hér á myndinni var til heiðurs núverandi- og fyrrverandi þjálfurum liðsins. 4.2.2007 18:28
Balic besti maður mótsins Króatinn magnaði Ivano Balic var kjörinn leikmaður heimsmeistaramótsins í handknattleik sem lauk í Köln í dag. Þá var einnig valið úrvalslið mótsins, en enginn íslendingur komst þar á blað. 4.2.2007 18:18
United valtaði yfir Tottenham Manchester United jók í dag forskot sitt á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í sex stig á ný eftir sannfærandi 4-0 sigur á lánlausu liði Tottenham á White Hart Lane í dag. Tottenham hélt í við toppliðið allt til loka fyrri hálfleiks þegar Cristiano Ronaldo kom United yfir úr vítaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur - en eftir það var leikurinn eign þeirra rauðu. 4.2.2007 18:02
Ólafur Stefánsson gaf flestar stoðsendingar Íslensku leikmennirnir á HM voru mjög áberandi meðal efstu manna í helstu tölfræðiþáttum í sóknarleiknum. Guðjón Valur varð markakóngur og Ólafur Stefánsson sendi flestar stoðsendingar allra á mótinu. Ólafur hirti einnig toppsætið á listanum yfir þá leikmenn sem voru með flest mörk og stoðsendingar samanlagt. 4.2.2007 17:30
Guðjón Valur markakóngur á HM Guðjón Valur Sigurðsson varð markahæsti leikmaðurinn á HM í Þýskalandi og skoraði hann 66 mörk í 10 leikjum, 9 mörkum meira en Tékkinn Philip Jicha sem reyndar spilaði aðeins 8 leiki á mótinu. Pólverjinn Karol Bielecki skoraði 56 mörk og stórskyttan Koksharov frá Rússlandi varð þriðji með 55 mörk. Íslenska liðið átti 5 af 10 markahæstu mönnum mótsins. 4.2.2007 17:17
Lokastaðan á HM Einu glæsilegasta heimsmeistaramóti sem haldið hefur verið í handknattleik lauk í dag þar sem gestgjafarnir Þjóðverjar stóðu uppi sem sigurvegarar. Spútniklið keppninnar Pólverjar urðu í öðru sæti, en áhugamennirnir frá Ástralíu, sem sjálfir greiddu fyrir farseðil sinn á mótið, ráku lestina. 4.2.2007 17:10
Þjóðverjar heimsmeistarar í handbolta Þjóðverjar eru heimsmeistarar í handbolta eftir 29-24 sigur á Pólverjum í úrslitaleik í Köln í dag. Þjóðverjar höfðu yfir í hálfleik 17-13 og höfðu yfirhöndina allan leikinn. Pólverjar náðu góðum leikkafla um miðjan síðari hálfleik og náðu að minnka muninn í 22-21 en þá tóku heimamenn mikla rispu og tryggðu sér verðskuldaðan sigur. 4.2.2007 16:50
Everton-menn ósáttir við ummæli Benitez Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, er í litlu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Everton í dag eftir að hann lét þau ummæli falla í gær að Everton væri smálið. Framkvæmdastjóri Everton segir Benitez vera einn um sínar skoðanir. 4.2.2007 14:48
Danir hirtu bronsið Danir tryggðu sér í dag bronsverðlaunin á HM í handbolta með því að leggja Frakka 34-27 í leiknum um þriðja sætið í Köln, eftir að hafa náð góðri forystu í hálfleik 21-15. Lars Christiansen skoraði 9 mörk fyrir Dani, sem eru ekki óvanir því að næla sér í bronsverðlaun á stórmótum undanfarin ár. 4.2.2007 14:43
Stenson sigraði í Dubai Svíinn Henrik Stenson sigraði á Dubai Desert Classic mótinu í golfi sem lauk í dag. Stenson spilaði lokahringinn á fjórum undir pari, 68 höggum, og varð einu höggi á undan Ernie Els og tveimur á undan Tiger Woods sem átti titil að verja á mótinu. 4.2.2007 14:38
Þriðji sigur Utah á Phoenix í vetur Utah Jazz lagði Phoenix Suns nokkuð óvænt á útivelli í NBA deildinni í körfubolta í nótt og var þetta þriðji sigur Utah á Phoenix í vetur. Jazz ber því ábyrgð á vænum hluta aðeins 10 tapleikja Phoenix, en þar af eru tvö þeirra á heimavelli Suns. Þá áttust þeir Kobe Bryant og Gilbert Arenas við í miklu einvígi Washington og LA Lakers. 4.2.2007 14:02
United hefur yfir gegn Tottenham Manchester United hefur yfir 1-0 gegn Tottenham á White Hart Lane þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign liðanna í ensku úrvalsdeildinni. Það var hinn magnaði Cristiano Ronaldo sem skoraði mark United úr vítaspyrnu skömmu fyrir leikhlé. 4.2.2007 17:00