Fleiri fréttir Lýsingar verða að vera á íslensku Íslenska sjónvarpsfélagið, sem rekur sjónvarpsstöðina Skjá einn, má ekki senda út leiki í ensku knattspyrnunni með lýsingum á ensku samkvæmt úrskurði Útvarpsréttarnefndar. Nefndin beinir því til Íslenska sjónvarpsfélagins að hætta útsendingu á knattspyrnuleikjum sem ekki fylgir tal eða texti á íslensku. 3.2.2005 00:01 Þjóðverjar lögðu Svía Tveimur leikjum í milliriðli heimsmeistaramótsins í handknattleik er lokið. Í milliriðli 2 lögðu Þjóðverjar Svía, 27-22, og Tékkar höfðu betur gegn Grikkjum, 31-29, í milliriðli 1. Nú er hálfleikur í leik Túnis og Rússa og hafa Túnisar átta marka forskot, 19-11. 3.2.2005 00:01 Pique framlengir hjá United Spænski varnarmaðurinn hjá Manchester United, Gerard Pique, hefur skrifað undir nýjan samning við félagið sem gildir til ársins 2009. Hinn 18 ára Pique hefur þegar látið af sér kveða í aðalliði United á þessu tímabili og spilað þrjá leiki, þar á meðal gegn Exeter í FA bikarnum þar sem hann var í byrjunarliðinu. 3.2.2005 00:01 Keppum um titilinn næsta tímabil Luis Garcia segir að aðdáendur Liverpool hafi allan rétt á að vera bjartsýnir fyrir næsta tímabil og að félagið muni berjast um enska meistaratitilinn þá. Spænski miðjumaðurinn segir að ef ekki væri fyrir ótrúlega óheppni með meiðsli væri félagið í mun betri stöðu núna, og segir að á næsta tímabili muni félagið stíga upp. 3.2.2005 00:01 Túnis og Króatía í undanúrslit Síðustu tveim leikjunum dagsins í milliriðlum heimsmeistaramótsins í handknattleik er lokið. Í milliriðli 1 burstuðu Túnisar Rússa 35-24 og tryggðu sér um leið sæti í undanúrslitum. Í milliriðli 2 sigraði Króatía Serba og Svartfellinga með eins marks mun, 24-23, og eru einnig komnir í undanúrslit. 3.2.2005 00:01 Scott Cassie ekki til ÍA Stjórn og þjálfari Knattspyrnufélags ÍA hafa tekið þá ákvörðun um að fá skoska leikmanninn, Scott Cassie, ekki til liðs við félagið. Fyrirhugað var að Cassie kæmi í síðustu viku en þar sem leikmaðurinn var meiddur var því frestað. Á endanum var síðan fyrrgreind niðurstaða tekin og mun því Cassie ekki fá það tækifæri til að heilla þjálfara ÍA til að komast að hjá félaginu. 3.2.2005 00:01 Ayala frá í mánuð Fabian Ayala, argentínski varnarjaxlinn hjá Valencia, mun verða frá í einar fjórar vikur eftir að hafa brákað rifbein í leik gegn Athletic Bilbao á sunnudag. Ayala meiddist eftir samstuð við varamanninn Fernando Llorente í síðari hálfleik. Þetta var aðeins þriðji leikur Ayala eftir að hafa verið frá í sjö mánuði vegna hnémeiðsla. 3.2.2005 00:01 Spánn og Frakkland í undanúrslit Síðustu tveir leikirnir í milliriðlin á heimsmeistaramótinu í handknattleik fóru fram í kvöld og er því komið í ljós hvaða lið spila saman í undanúrslitum. 3.2.2005 00:01 Wenger fær fjárveitingu Forráðamenn Arsenal hafa lofað knattspyrnustjóranum Arsene Wenger meiri fjárveitingu til að endurbyggja lið sitt. 3.2.2005 00:01 Hughes æfur út í Mourinho Mark Hughes hjá Blackburn er æfur út í starfsbróður sinn Jose Mourinho hjá Chelsea fyrir að taka ekki í hendina á sér eftir leik liðanna á Ewood Park sem lyktaði með sigri Chelsea, 1-0. 3.2.2005 00:01 Beckham hlustar ekki á gagnrýni David Beckham, fyrirliði enska landsliðsins og leikmaður Real Madrid, lætur gagnrýni sem vind um eyrun þjóta og segist vera í góðu formi. 3.2.2005 00:01 Nýju tilboði í NHL hafnað Samtök leikmanna í NHL-deildinni í íshokkíi, höfnuðu tilboði frá samtökum liðseiganda í NHL og enn minnka líkurnar á að leikið verði í deildinni í vetur. 3.2.2005 00:01 Shearer með 250. markið sitt Framherjinn Alan Shearer skoraði sitt 250. mark í ensku úrvalsdeildinni í fyrrakvöld þegar hann kom Newcastle yfir gegn Manchester City. 3.2.2005 00:01 United fær byggingarleyfi Manchester United hafa fengið leyfi til stækkunar á Old Trafford leikvangnum, en ensku risarnir vilja stækka völlinn upp í 76.000 og á verkið að vera lokið fyrir 2006/07 tímabilið Eftir stækkunina mun Old Trafford verða næst stærsti leikvangurinn á Englandi, aðeins Wembley leikvangurinn, sem nú er í byggingu, verður stærri. 3.2.2005 00:01 Bristol ekki til Keflavíkur Nú er ljóst að Reshea Bristol mun ekki koma og spila með Keflavík í 1. deild kvenna í körfubolta eins og vonast var eftir. 3.2.2005 00:01 Beckham dvínar í vinsældum Vinsældir David Beckham eru að minnka ef eitthvað er að marka niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar sem stuðningsmenn 120 félaga tóku að sér að sjá um fyrir skemmstu. 3.2.2005 00:01 ÍS sigraði Keflavík Einn leikur fór fram í 1. deild kvenna í körfuknattleik í kvöld. Keflavík tapaði enn og aftur, nú fyrir ÍS, lokatölur 64-48. Keflavík er þó enn efst með 24 stig, en ÍS eru í þriðja sæti með 18. 3.2.2005 00:01 Skortir grunnþekkingu varnarleiks Jóhann Ingi Gunnarsson, formaður landsliðsnefndar HSÍ, segir flesta íslenska leikmenn eiga margt eftir ólært og skorti jafnvel grunnþekkingu um hvernig spila á vörn. 3.2.2005 00:01 Fram sigraði Aftureldingu Einn leikur fór fram í 1. deild karla í handknattleik í kvöld. Fram sigraði Aftureldingu 27-28 í Mosfellsbæ. Með sigrinum komust Framarar upp að hlið FH-inga á toppi deildarinnar með fjögur stig eftir tvo leiki, en Afturelding hefur tvö. 3.2.2005 00:01 Kikkbox ekki á Ólympíuleikunum Íslendingar keppa ekki í kikkboxi á Ólympíuleikunum árið 2008 og ekki verður keppt í greininni yfirhöfuð að sögn framkvæmdastjóra ÍSÍ. Maður sem skipuleggur námskeið í kikkboxi fyrir fimm ára börn hélt þessu fram í fréttum Stöðvar 2 í gær til að réttlæta að litlum börnum væri kennd þessi íþrótt. 2.2.2005 00:01 Rudy T að hætta hjá Lakers? Fregnir herma að Rudy Tomjanovich, þjálfari Los Angeles Lakers í NBA-körfuboltanum, ætli að hætta að þjálfa liðið vegna hrakandi heilsufars. 2.2.2005 00:01 Emmitt Smith að hætta í NFL? Emmitt Smith, leikmaður Arizona Cardinals í NFL-deildinni, er sagður ætla að hætta í bandaríska fótboltanum. 2.2.2005 00:01 Owens ætlar að spila fótbrotinn Terrell Owens hjá Philadelphia Eagles í NFL verður að öllum líkindum orðinn heill þegar liðið mætir New England Patriots í Ofurskálinni á sunnudaginn. 2.2.2005 00:01 Skiptar skoðanir Mikið hefur verið rætt og skrifað um varnarleik þann sem íslenska landsliðið bauð upp á í Túnis þar sem HM í handbolta fer fram þessa dagana. Flestir eru sammála um að hann hafi ekki verið burðugur - í reynd sá versti sem sést hefur frá íslensku landsliði í áraraðir. 2.2.2005 00:01 Geta orðið heimsmeistarar Sænska handboltagoðsögnin Staffan Olsson segist ekki hafa verið hissa á því að Norðmenn hafi unnið Svía á heimsmeistaramótinu í handbolta í Túnis á þriðjudagskvöldið. 2.2.2005 00:01 Þróttur að fá liðsstyrk Lið Þróttar í knattspyrnu er komið langt á veg í viðræðum við erlendan framherja um að hann spili með liðinu í sumar í Landsbankadeildinni. 2.2.2005 00:01 Bristol á leið "heim"? Ágætis líkur eru á að Reshea Bristol, sem lék með meistaraflokki kvenna í Keflavík fyrri lungan úr tímabilinu í 1. deild kvenna, muni snúa aftur til Keflavíkur. 2.2.2005 00:01 Wenger játar sig sigraðan Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur gefið upp alla von um að lið hans hampi meistaratitlinum á Englandi í vor. 2.2.2005 00:01 FA ætlar ekki að taka á málinu Enska knattspyrnusambandið ætlar ekki að skoða atvikið sem átti sér stað fyrir leik Arsenal og Manchester United frekar, en fyrirliðarnir tveir, þeir Patrick Vieira hjá Arsenal og Roy Keane hjá Man Utd, áttu í orðaskaki og þurfti dómari leiksins, Graham Poll, að hafa afskipti af þeim og biðja þá að halda sig á mottunni. 2.2.2005 00:01 Campbell frá í 10 daga Sol Campbell mun verða frá í tíu daga vegna ökkla meiðslanna sem hann varð fyrir í tapleiknum gegn Manchester United í gær, en Campbell varð að fara af velli eftir samstuð við Luis Saha í seinni hálfleik. 2.2.2005 00:01 Dugarry leggur skóna á hilluna Franski framherjinn Christophe Dugarry hefur ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna aðeins 32 ára að aldri. Framherjinn upplýsti í byrjun mánaðar að hann myndi ekki halda áfram hjá liði sínu í Katar og að hann vildi spila með frönsku liði. 2.2.2005 00:01 Eiður í fremstu víglínu Eiður Smári er í fremstu víglínu hjá Chelsea í kvöld er liðið spilar á Ewood Park gegn Blackburn. Chelsea stillir Eið einum uppá topp með Arjen Robben og Damien Duff fyrir aftan hann. Didier Drogba er ekki í leikmannahóp Chelsean, en hann á við meiðsli að stríða. 2.2.2005 00:01 Grótta/KR sigraði Fram Einn leikur fór fram í kvöld í 1. deild kvenna í handknattleik er Grótta/KR sigraði Fram örugglega 29-20. Með sigrinum komst Grótta/KR úr neðsta sætinu og uppfyrir Fram stúlkur. Á morgun spilar FH gegn Stjörnunni í Hafnafirði. 2.2.2005 00:01 Arteta leitaði ráða hjá Liverpool Everton geta þakkað spænsku leikmönnunum hjá Liverpool fyrir að hvetja Mikael Arteta til þess að færa sig yfir í enska boltann og til Everton. Arteta skrifaði undir lánssamning út tímabilið frá spænska liðinu Real Sociedad, en Everton hefur þó forkaupsrétt á honum í sumar. 2.2.2005 00:01 FH sigraði Stjörnuna FH-ingar gerðu góða ferð í Garðabæinn og sigruðu heimamenn nokkuð örugglega 30-21. FH-ingar hafa þar með unnið báða sína leiki og eru efstir með fjögur stig, en Stjarnan tapað báðum sínum. 2.2.2005 00:01 Milan dregur á Juventus Níu leikir fóru fram í ítölsku Seria A deildinni í knattspyrnu í kvöld. 2.2.2005 00:01 Grótta/KR sigraði Selfoss Tveir leikir fóru fram í 1. deild karla í handknattleik í kvöld. Fyrri í kvöld sigruðu FH-ingar Stjörnuna 30-21 og nú rétt í þessu sigruðu Grótta/KR Selfyssinga 28-24. Grótta/KR hefur þar með unnið einn leik og tapað einum og situr sem stendur í fjórða sæti. Selfyssingar hafa aftur á móti tapað báðum sínum leikjum og eru án stiga. 2.2.2005 00:01 Enska úrvaldsdeildin í kvöld Fimm leikir fóru fram í ensku úrvaldsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. 2.2.2005 00:01 Guðmundur gagnrýnir Viggó Guðmundur Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari í handknattleik, gagnrýndi Viggó Sigurðsson, eftirmann sinn, harðlega í Olíssporti á Sýn í gærkvöldi. Guðmundur fór um víðan völl, talaði um mál Jalieskys Garcia, varnarleik liðsins og margt fleira. Viggó Sigurðsson verður gestur í sama þætti í kvöld klukkan tíu og má búast við fjörugri umræðu. 1.2.2005 00:01 KR lagði Keflavík óvænt Keflavík tapaði öðrum leik sínum í röð í fyrstu deild kvenna í körfuknattleik í gærkvöldi. KR, sem var í langneðsta sæti með tvö stig, lagði Keflavík að velli með sjö stiga mun, 77-70. Í hinum leik kvöldsins bar Grindavík sigurorð af ÍS 42-30. 1.2.2005 00:01 Barker hættir hjá Grindavík Bakvörðurinn Taron Barker, sem hefur leikið með karlaliði Grindavíkur í körfuknattleik, hefur verið leystur undan samningi sínum við félagið. Grindavík er í áttunda sæti Intersport-deildarinnar. 1.2.2005 00:01 Tottenham styrkir leikmannahópinn Töluvert var um kaup og sölur knattspyrnumönnum en leikmannamarkaðnum var lokað á miðnætti. Michael Dawson og Andy Reid, leikmenn Nottingham Forest, fóru til Tottenham fyrir samtals átta milljónir punda. Þá var Jermaine Pennant lánaður til Birmingham frá Arsenal og til sama liðs var Walter Pandiani lánaður frá Deportivo. 1.2.2005 00:01 Dugarry hættur knattspyrnuiðkun Franski knattspyrnumaðurinn Christophe Dugarry hefur lagt skóna á hilluna. Dugarry, sem er 32 ára, varð heimsmeistari með Frökkum árið 1998 og Evrópumeistari tveimur árum síðar. Hann lék 55 landsleiki. Dugarry hóf ferilinn með Bordeaux árið 1988 og lék með AC Milan, Barcelona, Olympique Marseille, Birmingham City og síðast með liði í Katar. 1.2.2005 00:01 Spurs með besta vinningshlutfallið San Antonio Spurs er komið með besta vinningshlutfallið á nýjan leik í NBA-deildinni í körfuknattleik eftir góðan sigur á Seattle, 103-84, í gærkvöldi. Manu Ginobili skoraði 23 stig og Tim Duncan 21 fyrir Spurs. San Antonio hefur unnið 37 leiki en aðeins tapað tíu en keppinautarnir í Phoenix léku ekki í gær. 1.2.2005 00:01 Bellamy til Celtic Velski framherjinn Craig Bellamy, sem lenti upp á kant við Graeme Souness, knattspyrnustjóra Newcastle, er genginn í raðir skoska liðsins Celtic. 1.2.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Lýsingar verða að vera á íslensku Íslenska sjónvarpsfélagið, sem rekur sjónvarpsstöðina Skjá einn, má ekki senda út leiki í ensku knattspyrnunni með lýsingum á ensku samkvæmt úrskurði Útvarpsréttarnefndar. Nefndin beinir því til Íslenska sjónvarpsfélagins að hætta útsendingu á knattspyrnuleikjum sem ekki fylgir tal eða texti á íslensku. 3.2.2005 00:01
Þjóðverjar lögðu Svía Tveimur leikjum í milliriðli heimsmeistaramótsins í handknattleik er lokið. Í milliriðli 2 lögðu Þjóðverjar Svía, 27-22, og Tékkar höfðu betur gegn Grikkjum, 31-29, í milliriðli 1. Nú er hálfleikur í leik Túnis og Rússa og hafa Túnisar átta marka forskot, 19-11. 3.2.2005 00:01
Pique framlengir hjá United Spænski varnarmaðurinn hjá Manchester United, Gerard Pique, hefur skrifað undir nýjan samning við félagið sem gildir til ársins 2009. Hinn 18 ára Pique hefur þegar látið af sér kveða í aðalliði United á þessu tímabili og spilað þrjá leiki, þar á meðal gegn Exeter í FA bikarnum þar sem hann var í byrjunarliðinu. 3.2.2005 00:01
Keppum um titilinn næsta tímabil Luis Garcia segir að aðdáendur Liverpool hafi allan rétt á að vera bjartsýnir fyrir næsta tímabil og að félagið muni berjast um enska meistaratitilinn þá. Spænski miðjumaðurinn segir að ef ekki væri fyrir ótrúlega óheppni með meiðsli væri félagið í mun betri stöðu núna, og segir að á næsta tímabili muni félagið stíga upp. 3.2.2005 00:01
Túnis og Króatía í undanúrslit Síðustu tveim leikjunum dagsins í milliriðlum heimsmeistaramótsins í handknattleik er lokið. Í milliriðli 1 burstuðu Túnisar Rússa 35-24 og tryggðu sér um leið sæti í undanúrslitum. Í milliriðli 2 sigraði Króatía Serba og Svartfellinga með eins marks mun, 24-23, og eru einnig komnir í undanúrslit. 3.2.2005 00:01
Scott Cassie ekki til ÍA Stjórn og þjálfari Knattspyrnufélags ÍA hafa tekið þá ákvörðun um að fá skoska leikmanninn, Scott Cassie, ekki til liðs við félagið. Fyrirhugað var að Cassie kæmi í síðustu viku en þar sem leikmaðurinn var meiddur var því frestað. Á endanum var síðan fyrrgreind niðurstaða tekin og mun því Cassie ekki fá það tækifæri til að heilla þjálfara ÍA til að komast að hjá félaginu. 3.2.2005 00:01
Ayala frá í mánuð Fabian Ayala, argentínski varnarjaxlinn hjá Valencia, mun verða frá í einar fjórar vikur eftir að hafa brákað rifbein í leik gegn Athletic Bilbao á sunnudag. Ayala meiddist eftir samstuð við varamanninn Fernando Llorente í síðari hálfleik. Þetta var aðeins þriðji leikur Ayala eftir að hafa verið frá í sjö mánuði vegna hnémeiðsla. 3.2.2005 00:01
Spánn og Frakkland í undanúrslit Síðustu tveir leikirnir í milliriðlin á heimsmeistaramótinu í handknattleik fóru fram í kvöld og er því komið í ljós hvaða lið spila saman í undanúrslitum. 3.2.2005 00:01
Wenger fær fjárveitingu Forráðamenn Arsenal hafa lofað knattspyrnustjóranum Arsene Wenger meiri fjárveitingu til að endurbyggja lið sitt. 3.2.2005 00:01
Hughes æfur út í Mourinho Mark Hughes hjá Blackburn er æfur út í starfsbróður sinn Jose Mourinho hjá Chelsea fyrir að taka ekki í hendina á sér eftir leik liðanna á Ewood Park sem lyktaði með sigri Chelsea, 1-0. 3.2.2005 00:01
Beckham hlustar ekki á gagnrýni David Beckham, fyrirliði enska landsliðsins og leikmaður Real Madrid, lætur gagnrýni sem vind um eyrun þjóta og segist vera í góðu formi. 3.2.2005 00:01
Nýju tilboði í NHL hafnað Samtök leikmanna í NHL-deildinni í íshokkíi, höfnuðu tilboði frá samtökum liðseiganda í NHL og enn minnka líkurnar á að leikið verði í deildinni í vetur. 3.2.2005 00:01
Shearer með 250. markið sitt Framherjinn Alan Shearer skoraði sitt 250. mark í ensku úrvalsdeildinni í fyrrakvöld þegar hann kom Newcastle yfir gegn Manchester City. 3.2.2005 00:01
United fær byggingarleyfi Manchester United hafa fengið leyfi til stækkunar á Old Trafford leikvangnum, en ensku risarnir vilja stækka völlinn upp í 76.000 og á verkið að vera lokið fyrir 2006/07 tímabilið Eftir stækkunina mun Old Trafford verða næst stærsti leikvangurinn á Englandi, aðeins Wembley leikvangurinn, sem nú er í byggingu, verður stærri. 3.2.2005 00:01
Bristol ekki til Keflavíkur Nú er ljóst að Reshea Bristol mun ekki koma og spila með Keflavík í 1. deild kvenna í körfubolta eins og vonast var eftir. 3.2.2005 00:01
Beckham dvínar í vinsældum Vinsældir David Beckham eru að minnka ef eitthvað er að marka niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar sem stuðningsmenn 120 félaga tóku að sér að sjá um fyrir skemmstu. 3.2.2005 00:01
ÍS sigraði Keflavík Einn leikur fór fram í 1. deild kvenna í körfuknattleik í kvöld. Keflavík tapaði enn og aftur, nú fyrir ÍS, lokatölur 64-48. Keflavík er þó enn efst með 24 stig, en ÍS eru í þriðja sæti með 18. 3.2.2005 00:01
Skortir grunnþekkingu varnarleiks Jóhann Ingi Gunnarsson, formaður landsliðsnefndar HSÍ, segir flesta íslenska leikmenn eiga margt eftir ólært og skorti jafnvel grunnþekkingu um hvernig spila á vörn. 3.2.2005 00:01
Fram sigraði Aftureldingu Einn leikur fór fram í 1. deild karla í handknattleik í kvöld. Fram sigraði Aftureldingu 27-28 í Mosfellsbæ. Með sigrinum komust Framarar upp að hlið FH-inga á toppi deildarinnar með fjögur stig eftir tvo leiki, en Afturelding hefur tvö. 3.2.2005 00:01
Kikkbox ekki á Ólympíuleikunum Íslendingar keppa ekki í kikkboxi á Ólympíuleikunum árið 2008 og ekki verður keppt í greininni yfirhöfuð að sögn framkvæmdastjóra ÍSÍ. Maður sem skipuleggur námskeið í kikkboxi fyrir fimm ára börn hélt þessu fram í fréttum Stöðvar 2 í gær til að réttlæta að litlum börnum væri kennd þessi íþrótt. 2.2.2005 00:01
Rudy T að hætta hjá Lakers? Fregnir herma að Rudy Tomjanovich, þjálfari Los Angeles Lakers í NBA-körfuboltanum, ætli að hætta að þjálfa liðið vegna hrakandi heilsufars. 2.2.2005 00:01
Emmitt Smith að hætta í NFL? Emmitt Smith, leikmaður Arizona Cardinals í NFL-deildinni, er sagður ætla að hætta í bandaríska fótboltanum. 2.2.2005 00:01
Owens ætlar að spila fótbrotinn Terrell Owens hjá Philadelphia Eagles í NFL verður að öllum líkindum orðinn heill þegar liðið mætir New England Patriots í Ofurskálinni á sunnudaginn. 2.2.2005 00:01
Skiptar skoðanir Mikið hefur verið rætt og skrifað um varnarleik þann sem íslenska landsliðið bauð upp á í Túnis þar sem HM í handbolta fer fram þessa dagana. Flestir eru sammála um að hann hafi ekki verið burðugur - í reynd sá versti sem sést hefur frá íslensku landsliði í áraraðir. 2.2.2005 00:01
Geta orðið heimsmeistarar Sænska handboltagoðsögnin Staffan Olsson segist ekki hafa verið hissa á því að Norðmenn hafi unnið Svía á heimsmeistaramótinu í handbolta í Túnis á þriðjudagskvöldið. 2.2.2005 00:01
Þróttur að fá liðsstyrk Lið Þróttar í knattspyrnu er komið langt á veg í viðræðum við erlendan framherja um að hann spili með liðinu í sumar í Landsbankadeildinni. 2.2.2005 00:01
Bristol á leið "heim"? Ágætis líkur eru á að Reshea Bristol, sem lék með meistaraflokki kvenna í Keflavík fyrri lungan úr tímabilinu í 1. deild kvenna, muni snúa aftur til Keflavíkur. 2.2.2005 00:01
Wenger játar sig sigraðan Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur gefið upp alla von um að lið hans hampi meistaratitlinum á Englandi í vor. 2.2.2005 00:01
FA ætlar ekki að taka á málinu Enska knattspyrnusambandið ætlar ekki að skoða atvikið sem átti sér stað fyrir leik Arsenal og Manchester United frekar, en fyrirliðarnir tveir, þeir Patrick Vieira hjá Arsenal og Roy Keane hjá Man Utd, áttu í orðaskaki og þurfti dómari leiksins, Graham Poll, að hafa afskipti af þeim og biðja þá að halda sig á mottunni. 2.2.2005 00:01
Campbell frá í 10 daga Sol Campbell mun verða frá í tíu daga vegna ökkla meiðslanna sem hann varð fyrir í tapleiknum gegn Manchester United í gær, en Campbell varð að fara af velli eftir samstuð við Luis Saha í seinni hálfleik. 2.2.2005 00:01
Dugarry leggur skóna á hilluna Franski framherjinn Christophe Dugarry hefur ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna aðeins 32 ára að aldri. Framherjinn upplýsti í byrjun mánaðar að hann myndi ekki halda áfram hjá liði sínu í Katar og að hann vildi spila með frönsku liði. 2.2.2005 00:01
Eiður í fremstu víglínu Eiður Smári er í fremstu víglínu hjá Chelsea í kvöld er liðið spilar á Ewood Park gegn Blackburn. Chelsea stillir Eið einum uppá topp með Arjen Robben og Damien Duff fyrir aftan hann. Didier Drogba er ekki í leikmannahóp Chelsean, en hann á við meiðsli að stríða. 2.2.2005 00:01
Grótta/KR sigraði Fram Einn leikur fór fram í kvöld í 1. deild kvenna í handknattleik er Grótta/KR sigraði Fram örugglega 29-20. Með sigrinum komst Grótta/KR úr neðsta sætinu og uppfyrir Fram stúlkur. Á morgun spilar FH gegn Stjörnunni í Hafnafirði. 2.2.2005 00:01
Arteta leitaði ráða hjá Liverpool Everton geta þakkað spænsku leikmönnunum hjá Liverpool fyrir að hvetja Mikael Arteta til þess að færa sig yfir í enska boltann og til Everton. Arteta skrifaði undir lánssamning út tímabilið frá spænska liðinu Real Sociedad, en Everton hefur þó forkaupsrétt á honum í sumar. 2.2.2005 00:01
FH sigraði Stjörnuna FH-ingar gerðu góða ferð í Garðabæinn og sigruðu heimamenn nokkuð örugglega 30-21. FH-ingar hafa þar með unnið báða sína leiki og eru efstir með fjögur stig, en Stjarnan tapað báðum sínum. 2.2.2005 00:01
Milan dregur á Juventus Níu leikir fóru fram í ítölsku Seria A deildinni í knattspyrnu í kvöld. 2.2.2005 00:01
Grótta/KR sigraði Selfoss Tveir leikir fóru fram í 1. deild karla í handknattleik í kvöld. Fyrri í kvöld sigruðu FH-ingar Stjörnuna 30-21 og nú rétt í þessu sigruðu Grótta/KR Selfyssinga 28-24. Grótta/KR hefur þar með unnið einn leik og tapað einum og situr sem stendur í fjórða sæti. Selfyssingar hafa aftur á móti tapað báðum sínum leikjum og eru án stiga. 2.2.2005 00:01
Enska úrvaldsdeildin í kvöld Fimm leikir fóru fram í ensku úrvaldsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. 2.2.2005 00:01
Guðmundur gagnrýnir Viggó Guðmundur Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari í handknattleik, gagnrýndi Viggó Sigurðsson, eftirmann sinn, harðlega í Olíssporti á Sýn í gærkvöldi. Guðmundur fór um víðan völl, talaði um mál Jalieskys Garcia, varnarleik liðsins og margt fleira. Viggó Sigurðsson verður gestur í sama þætti í kvöld klukkan tíu og má búast við fjörugri umræðu. 1.2.2005 00:01
KR lagði Keflavík óvænt Keflavík tapaði öðrum leik sínum í röð í fyrstu deild kvenna í körfuknattleik í gærkvöldi. KR, sem var í langneðsta sæti með tvö stig, lagði Keflavík að velli með sjö stiga mun, 77-70. Í hinum leik kvöldsins bar Grindavík sigurorð af ÍS 42-30. 1.2.2005 00:01
Barker hættir hjá Grindavík Bakvörðurinn Taron Barker, sem hefur leikið með karlaliði Grindavíkur í körfuknattleik, hefur verið leystur undan samningi sínum við félagið. Grindavík er í áttunda sæti Intersport-deildarinnar. 1.2.2005 00:01
Tottenham styrkir leikmannahópinn Töluvert var um kaup og sölur knattspyrnumönnum en leikmannamarkaðnum var lokað á miðnætti. Michael Dawson og Andy Reid, leikmenn Nottingham Forest, fóru til Tottenham fyrir samtals átta milljónir punda. Þá var Jermaine Pennant lánaður til Birmingham frá Arsenal og til sama liðs var Walter Pandiani lánaður frá Deportivo. 1.2.2005 00:01
Dugarry hættur knattspyrnuiðkun Franski knattspyrnumaðurinn Christophe Dugarry hefur lagt skóna á hilluna. Dugarry, sem er 32 ára, varð heimsmeistari með Frökkum árið 1998 og Evrópumeistari tveimur árum síðar. Hann lék 55 landsleiki. Dugarry hóf ferilinn með Bordeaux árið 1988 og lék með AC Milan, Barcelona, Olympique Marseille, Birmingham City og síðast með liði í Katar. 1.2.2005 00:01
Spurs með besta vinningshlutfallið San Antonio Spurs er komið með besta vinningshlutfallið á nýjan leik í NBA-deildinni í körfuknattleik eftir góðan sigur á Seattle, 103-84, í gærkvöldi. Manu Ginobili skoraði 23 stig og Tim Duncan 21 fyrir Spurs. San Antonio hefur unnið 37 leiki en aðeins tapað tíu en keppinautarnir í Phoenix léku ekki í gær. 1.2.2005 00:01
Bellamy til Celtic Velski framherjinn Craig Bellamy, sem lenti upp á kant við Graeme Souness, knattspyrnustjóra Newcastle, er genginn í raðir skoska liðsins Celtic. 1.2.2005 00:01