Sport

Pique framlengir hjá United

Spænski varnarmaðurinn hjá Manchester United, Gerard Pique, hefur skrifað undir nýjan samning við félagið sem gildir til ársins 2009. Hinn 18 ára Pique hefur þegar látið af sér kveða í aðalliði United á þessu tímabili og spilað þrjá leiki, þar á meðal gegn Exeter í FA bikarnum þar sem hann var í byrjunarliðinu. Sir Alex Ferguson hefur mikið álit á Pique, sem kom frá Barcelona síðasta sumar, og sér hann sem framtíðar leikmann hjá félaginu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×