Sport

Hughes æfur út í Mourinho

Mark Hughes hjá Blackburn er æfur út í starfsbróður sinn Jose Mourinho hjá Chelsea fyrir að taka ekki í hendina á sér eftir leik liðanna á Ewood Park sem lyktaði með sigri Chelsea, 1-0. "Mér finnst nú algjört lágmark að takast í hendur eftir viðureignir," sagði Hughes. "Ég hef enga hugmynd af hverju hann tók ekki í hendina á mér. Kannski var hann upptekinn með leikmönnum sínum." Aðspurður um málið kom Mourinho alveg af fjöllum. "Ég tók í hendina á honum fyrir leikinn, tvisvar eða þrisvar. Eftir sigurleiki vil ég vera með leikmönnum mínum. Ég tek að sjálfsögðu í hendina á mönnum ef ég rekst á þá," sagði Mourinho.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×