Sport

Nýju tilboði í NHL hafnað

Samtök leikmanna í NHL-deildinni í íshokkíi, höfnuðu tilboði frá samtökum liðseiganda í NHL og enn minnka líkurnar á að leikið verði í deildinni í vetur. Í tilboðinu sagði m.a. að leikmenn ættu rétt á 53% af tekjum deildarinnar og hvert lið fyrir sig fengi launaþak upp á 42 milljónir dollara eða um 2,6 milljarða íslenskra króna. Talsmaður leikmannana sagði að sambandið myndi ekki undir neinum kringumstæðum samþykkja launaþak af neinu tagi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×