Sport

Shearer með 250. markið sitt

Framherjinn Alan Shearer skoraði sitt 250. mark í ensku úrvalsdeildinni í fyrrakvöld þegar hann kom Newcastle yfir gegn Manchester City. Það dugði þó ekki til því að Robbie Fowler jafnaði leikinn sem endaði 1-1. Shearer hlaut mikið lof fyrir og fullyrti Graeme Souness ,knattspyrnustjóri Newcastle, að Shearer væri besti enski framherji allra tíma. Kevin Keegan hjá Manchester City, sem var um tíma knattsprnustjóri Newcastle, tók í sama streng. "Ég er sammála því að hann sé besti framherji sem við höfum átt," sagði Keegan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×