Sport

Tottenham styrkir leikmannahópinn

Töluvert var um kaup og sölur knattspyrnumönnum en leikmannamarkaðnum var lokað á miðnætti. Michael Dawson og Andy Reid, leikmenn Nottingham Forest, fóru til Tottenham fyrir samtals átta milljónir punda. Þá var Jermaine Pennant lánaður til Birmingham frá Arsenal og til sama liðs var Walter Pandiani einnig lánaður frá Deportivo. Abel Xavier fór til Roma en Rómverjar lánuðu Vincent Candela til Bolton Wanderers. Þá var búlgarski sóknarmaðurinn Valeri Bojinov seldur til Fiorentina frá Lecce og er kaupverðið rúmur milljarður króna. WBA keypti Richard Chaplow frá Burnley á eina og hálfa milljón króna og Southampton fékk Olivier Bernard frá Newcastle og Henry Camara frá Wolves að láni og ólátabelgurinn Craig Bellamy var lánaður til Celtic frá Newcastle



Fleiri fréttir

Sjá meira


×