Sport

Campbell frá í 10 daga

Sol Campbell mun verða frá í tíu daga vegna ökkla meiðslanna sem hann varð fyrir í tapleiknum gegn Manchester United í gær, en Campbell varð að fara af velli eftir samstuð við Luis Saha í seinni hálfleik. Fréttirnar koma eins og köld vatnsgusa framan í Arsene Wenger en Kolo Ture, sem venjulega spilar við hlið Campbell í vörninni er í leikbanni og Philippe Senderos, svissneska ungstirnið, er meiddur. Það kemur því líklega í hlut Justin Hoyte, sem er enskur u-21 landsliðsmaður, að spila með Pascal Cygan í hjarta varnarinnar. Campbell mun allavega missa af leiknum um næstu helgi gegn Aston Villa og vináttuleik Englendinga gegn Hollendingum í næstu viku.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×