„Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Sindri Sverrisson skrifar 22. ágúst 2025 14:47 Ofbeldið í stúkunni í Buenos Aires í vikunni var skelfilegt og enduðu margir á sjúkrahúsi. Getty/Sebastian Nanco Forráðamenn fótboltaliðsins Universidad de Chile segja argentínsku lögregluna og forráðamenn Independiente hafa brugðist þegar 19 stuðningsmenn liðsins enduðu á sjúkrahúsi eftir „eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“. Síleska liðið mætti til Buenos Aires vegna leiks við Independiente í 16-liða úrslitum Suður-Ameríkubikarsins á miðvikudaginn. Leikurinn var hins vegar flautaður af eftir að mikil slagsmál brutust út í stúkunni. Ofbeldið mun hafa byrjað þegar leiftursprengju (e. stun grenade) var kastað af stuðningsmannasvæði gestanna á svæði sem heimamenn voru á. Það var svo snemma í seinni hálfleik sem leik var endanlega hætt en þá höfðu heimamenn ruðst inn á svæði gestanna og mikil slagsmál brotist út. Samkvæmt Universidad de Chile hafa 16 af þeim 19 sem lagðir voru inn á sjúkrahús nú verið útskrifaðir. Einn slasaðist lífshættulega og er enn í gjörgæslu en hefur þó sýnt miklar framfarir eftir aðgerð vegna höfuðkúpubrots. Síleska félagið sagði að kvöldsins yrði minnst fyrir eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans. Stuðningsmenn Independiente hefðu fengið að komast inn á svæði gestanna og beitt „gríðarlegu og ómanneskjulegi ofbeldi“ sem ómögulegt væri að útlista nánar, svo gróft hefði það verið. Félagið sagði jafnframt að um hundrað af stuðningsmönnum þess hefðu verið handteknir en ekki einn einasti af stuðningsmönnum heimaliðsins. Independiente hefur allt aðra sögu að segja og segir gestina hafa byrjað með ólæti fyrir leik, og meðal annars eyðilagt myndavélaeftirlitskerfið á vellinum. Þeir hafi einnig eyðilagt salerni, sent sprengjur í átt að stuðningsmönnum heimaliðsins og að „óásættanlegar árásir“ heimamanna hafi verið svar við því. Gianni Infantino, forseti FIFA, hefur sagt að það sem á gekk í stúkunni hafi verið hrein og klár villimennska og að binda verði vonir við að yfirvöld láti menn sæta ábyrgð. Hugurinn sé hins vegar með fórnarlömbum ofbeldisins. Fótbolti Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Gray hetja Tottenham Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Sjá meira
Síleska liðið mætti til Buenos Aires vegna leiks við Independiente í 16-liða úrslitum Suður-Ameríkubikarsins á miðvikudaginn. Leikurinn var hins vegar flautaður af eftir að mikil slagsmál brutust út í stúkunni. Ofbeldið mun hafa byrjað þegar leiftursprengju (e. stun grenade) var kastað af stuðningsmannasvæði gestanna á svæði sem heimamenn voru á. Það var svo snemma í seinni hálfleik sem leik var endanlega hætt en þá höfðu heimamenn ruðst inn á svæði gestanna og mikil slagsmál brotist út. Samkvæmt Universidad de Chile hafa 16 af þeim 19 sem lagðir voru inn á sjúkrahús nú verið útskrifaðir. Einn slasaðist lífshættulega og er enn í gjörgæslu en hefur þó sýnt miklar framfarir eftir aðgerð vegna höfuðkúpubrots. Síleska félagið sagði að kvöldsins yrði minnst fyrir eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans. Stuðningsmenn Independiente hefðu fengið að komast inn á svæði gestanna og beitt „gríðarlegu og ómanneskjulegi ofbeldi“ sem ómögulegt væri að útlista nánar, svo gróft hefði það verið. Félagið sagði jafnframt að um hundrað af stuðningsmönnum þess hefðu verið handteknir en ekki einn einasti af stuðningsmönnum heimaliðsins. Independiente hefur allt aðra sögu að segja og segir gestina hafa byrjað með ólæti fyrir leik, og meðal annars eyðilagt myndavélaeftirlitskerfið á vellinum. Þeir hafi einnig eyðilagt salerni, sent sprengjur í átt að stuðningsmönnum heimaliðsins og að „óásættanlegar árásir“ heimamanna hafi verið svar við því. Gianni Infantino, forseti FIFA, hefur sagt að það sem á gekk í stúkunni hafi verið hrein og klár villimennska og að binda verði vonir við að yfirvöld láti menn sæta ábyrgð. Hugurinn sé hins vegar með fórnarlömbum ofbeldisins.
Fótbolti Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Gray hetja Tottenham Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Sjá meira