Sport

Dugarry leggur skóna á hilluna

Franski framherjinn Christophe Dugarry hefur ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna aðeins 32 ára að aldri. Framherjinn upplýsti í byrjun mánaðar að hann myndi ekki halda áfram hjá liði sínu í Katar og að hann vildi spila með frönsku liði. Dugarry fékk tilboð frá portúgalska liðinu Benfica en ákvað þó að taka því ekki og tilkynnti það viðtali við franska blaðið LEquipe í gær. "Ég tók ákvörðun fyrir fjórum eða fimm dögum, þrátt fyrir tilboðið frá Benfica,"  Dugarry tók það þó fram að hnémeiðslin sem hafa verið að plaga hann eru að fullu gróin og ákvörðunin var á engu leiti byggð á þeim. Hann sagðist hafa tekið ákvörðunina af persónulegum ástæðum, að hann vildi ekki spila utan Frakklands þar sem börnin hans eru byrjuð að aðlagast skóla og lífinu á Bordeaux svæðinu. Dugarry, sem spilaði með liðum eins og AC Milan og Barcelona á ferli síum, á að baki 55 landsleiki fyrir Frakkland og vann HM 98 og EM 00 með þeim. Hann er áttundi leikmaðurinn úr HM 98 sigurliði Frakka sem leggur skóna á hilluna en hinir eru: Lionel Charbonnier, Stephane Guivarch, Alain Boghossian, Bernard Lama, Laurent Blanc, Didier Deschamps og Emmanuel Petit.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×