Sport

FA ætlar ekki að taka á málinu

Enska knattspyrnusambandið ætlar ekki að skoða atvikið sem átti sér stað fyrir leik Arsenal og Manchester United frekar, en fyrirliðarnir tveir, þeir Patrick Vieira hjá Arsenal og Roy Keane hjá Man Utd, áttu í orðaskaki og þurfti dómari leiksins, Graham Poll, að hafa afskipti af þeim og biðja þá að halda sig á mottunni. Roy Keane taldi sig þurfa að skipta sér að því er honum fannst Vieira ógna Gary Neville og lét Vieira óspart heyra það. Vieira var hins vegar hinn rólegasti og sagði eftir leik: "Ég ógnaði engum. Ég talað við Roy Keane en ekkert meira en það. Gary Neville er stór strákur og ætti að geta séð um sig sjálfur". Enska knattspyrnusambandið sendi frá sér yfirlýsingu í dag sem sagði: "Dómari leiksins hefur sagt okkur að hann sé ánægður með það hvernig hann tók á málinu og þar við situr".



Fleiri fréttir

Sjá meira


×