Sport

Owens ætlar að spila fótbrotinn

Terrell Owens hjá Philadelphia Eagles í NFL verður að öllum líkindum orðinn heill þegar liðið mætir New England Patriots í Ofurskálinni á sunnudaginn. Owens fótbrotnaði í síðasta mánuði en segist engu vera tilbúinn í slaginn. "Hér er ég, ég ætla að spila og ekkert múður," sagði Owens. Læknar Eagles-liðsins fullyrtu að pilturinn þyrfti lengri tíma til að ná bata en Owens lét það sem vind um eyrun þjóta. "Ég virði skoðanir læknanna en það þekkir líkama minn enginn betur en ég sjálfur."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×