Fleiri fréttir

Candela til Bolton

Franski bakvörðurinn Vincent Candela skrifaði í gær undir fimm mánaða samning við enska úrvalsdeildarliðið Bolton.

Camara og Bernard til Southampton

Southampton tryggði sér senegalska miðjumanninn Henri Camara og franska bakvörðinn Oliver Bernard út tímabilið skömmu áður en leikmannamarkaðurinn lokaði.

Waller sendur aftur til sín heima

Haukar hafa rekið John Waller, annan bandaríska leikmann liðsins, í Intersportdeildinni í körfubolta og leita nú að nýjum leikmanni í hans stað en liðið er komið niður í harða fallbaráttu og mætir næst Keflavík á Ásvöllum á sunnudaginn.

Breytinga er að vænta, segir Viggó

Viggó Sigurðsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handknattleik, segist enn vera á mótunarstigi með landsliðshóp sinn og að ljóst sé að sumir leikmannanna sem voru í hópnum á HM munu ekki vera valdir aftur.

HM: Milliriðlarnir í fullum gangi

Í kvöld lauk öðrum leikdegi í milliriðlum á HM í handbolta í Túnis og eru gestgjafarnir efstir í milliriðli 1 á meðan Króatar eru efstir í milliriðli 2. Frakkar lögðu Tékka í milliriðli #1, 26-31 en Túnis náði toppsætinu þrátt fyrir jafntefli gegn Slóvenum, 26-26. Síðar í kvöld töpuðu Rússar fyrir Grikkjum í sama riðli, 29-24 og eru Grikkir einnig með 5 stig í þriðja sæti.

Man Utd vann Arsenal

Man Utd vann frækinn útisigur á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu 2-4 eftir að heimamenn á Highbury höfðu komist yfir í tvígang. Man Utd er þá komið í 2. sæti deildarinnar með 53 stig, 8 stigum á eftir toppliði Chelsea en Arsenal í 3. sæti með 50 stig. Liverpool vann 2-1 sigur á Charlton þar sem Fernando Morientes jafnaði fyrir Liverpool og John Arne Riise kom gestunum yfir. Hermann Heiðarsson lék allan leikinn með Charlton.

Heiðar orðaður við Celtic

Heiðar Helguson er orðaður við skoska stórliðið Glasgow Celtic. Þetta kemur fram á vef stuðningsmanna liðsins. Þar er sagt að Celtic hafi boðið Watford eina milljón punda fyrir Heiðar eða um 118 milljónir króna. Talið er að Watford vilji fá mun meira fyrir Heiðar.

Ólafur ekki meira með Torquay

Markvörðurinn Ólafur Gottskálksson hefur líklega leikið sinn síðasta leik með enska knattspyrnufélaginu Torquay. Eins og greint var frá í gær sagði enski netmiðillinn Teamtalk að Ólafur hefði ekki haft samband við forystumenn félagsins. Ólafur sagði í samtali við íþróttadeild í gærkvöldi að hann væri meiddur og að Torquay-mönnum væri kunnugt um það.

Efstu liðin unnu í gær

Sextánda umferðin í Intersport-deildinni í körfuknattleik var leikin í gærkvöldi. Fjölnir lagði Grindavík að velli á útivelli 102-98. Jeb Ivey skoraði 35 stig fyrir Fjölni en Darrel Lewis var atkvæðamestur heimamanna og skoraði 27 stig. Njarðvík marði sigur á Hamri/Selfoss með 79-78 þar sem Brenton Birmingham skoraði 27 stig fyrir Njarðvík.

Fyrsti sigur Leonards í tvö ár

Bandaríkjamaðurinn Justin Leonard vann fyrsta titil sinn í tæp tvö ár þegar hann bar sigur úr býtum á Bob Hope golfmótinu á bandarísku mótaröðinni í gærkvöldi. Leonard lék á 67 höggum í gær og var samtals á 28 höggum undir pari.

Líf og fjör í félagaskiptum

Mikið er að gerast á leikmannamarkaðnum víðs vegar um Evrópu en lokað verður fyrir félagaskipti á miðnætti. Eric Djemba-Djemba er kominn til Aston Villa frá Manchester United, Everton fékk að láni Mikel Arteta frá Real Sociedad og þá hafnaði Craig Bellamy tilboði Birmingham en hann er í ekki í náðinni hjá Newcastle.

Miami sigraði í risaslagnum

Miami lagði Houston að velli 104-95 í NBA-deildinni í körfuknattleik í gærkvöldi. Dwayne Wade var atkvæðamestur Miami-manna og skoraði 30 stig, tók átta fráköst og átti sex stoðsendingar. Þá bar Phoenix sigurorð af Toronto 123-105. Steve Nash skoraði 19 stig og átti 12 stoðsendingar fyrir Phoenix en sérfræðingar vestra telja Nash líklegan til að verða valinn besti leikmaður deildarinnar.

Bellamy ekki til Birmingham

Samkvæmt umboðsmanni Craig Bellamy hjá Newcastle United mun ekkert verða af sölunni til Birmingham City.

Leynifundur Mourinho og Cole?

Nýjustu fregnir frá Englandi herma að knattspyrnustjórinn Jose Mourinho hafi átt leynilegan fund við Ashley Cole, leikmann Arsenal, á hóteli í Lundúnum.

Stuart til Norwich

Norwich samdi um helgina við miðvallarleikmanninn Graham Stuart hjá Charlton fyrir ótilgreinda upphæð en pilturinn býr yfir mikilli reynslu og hefur meðal annars leikið með Everton og Chelsea.

Heidfeld til BMW Williams

Tilkynnt var um helgina að Þjóðverjinn Nick Heidfeld væri nýr liðsmaður BMW Williams í Formúlu 1 kappakstrinum.

Ísland í fyrsta styrkleikaflokki

Íslenska landsliðið í handbolta verður í fyrsta styrkleikaflokki ásamt Tékkum, Spánverjum, Frökkum, Grikkjum, Norðmönnum, Serbum og Svartfellingum og Svíum þegar dregið verður í umspil um sæti á Evrópumótinu sem fram fer í Sviss í byrjun næsta árs. Þar með ljóst að íslenska liðið sleppur við að spila gegn þessum sjö sterku þjóðum sem eru með íslenska liðinu í fyrsta styrkleikaflokki.

Þrír leikir gegn Pólverjum í mars

Íslenska landsliðið í handbolta mun spila þrjá vináttuleiki gegn Pólverjum hér á Íslandi í lok mars og verða það fyrstu leikir íslenska liðsins undir stjórn Viggós Sigurðssonar á Íslandi.

Rekinn eftir aðeins sex leiki

Grindvíkingar hafa sagt upp samningi sínum við bandaríska bakvörðinn Taron Barker sem kom til liðsins um áramótin eftir að Darrel Lewis fékk íslenskan ríkisborgararétt.

Allar fæddar eftir að hún byrjaði

Sigrún Skarphéðinsdóttir, leikmaður kvennaliðs KR, lék sinn 300. deildarleik gegn Haukum á dögunum og komst þar í hóp með Önnu Maríu Sveinsdóttur, sem fyrr í vetur varð fyrsta konan til þess að leika 300 leiki í efstu deild.

Fiorentina eyðslusamir

Fiorentina keypti í dag rúmenska undrabarnið Valeri Bojinov frá Lecce, en Bojinov þessi er aðeins átján ára og hefur skorað 11 mörk í ítölsku deildinni í vetur. Kaupverðið er um 9.3 milljónir punda og fer Jamie Andreas Valdes, miðjumaður frá Chile, til Lecce sem hluti af kaupverðinu.

Fowler aftur á Anfield

Robbie Fowler mun snúa aftur á Anfield í mars til að taka þátt í fjáröflunarleik fyrir fórnarlömb náttúruhamfaranna í Asíu. Fowler mun þar spila með gömlum Liverpool hetjum á borð við Kevin Keegan og Kenny Daglish.

Túnis gjörsigraði Tékka

Tveimur leikjum var að ljúka á heimsmeistaramótinu í handknattleik sem fram fer í Túnis. Heimamenn gjörsigruðu Tékka 36-25 og Serbar gerðu óvænt jafntefli við Svía 26-26.

Bellamy til Celtic

Skosku meistararnir í Celtic hafa fengið Craig Bellamy að láni frá Newcastle út leiktíðina. Bellamy er ekki í náðinni hjá Graeme Souness, stjóra Newcastle

Norðmenn sigruðu heimsmeistarana

Norðmenn gerðu sér lítið fyrir og sigruðu heimsmeistara Króata á í milliriðli tvö á heimsmeistaramótinu í handknattleik sem fram fer í Túnis. Lokatölur urðu 28-25.

KR sigraði Keflavík

Tveir leikir fóru fram í úrvaldsdeild kvenna í körfuknattleik í kvöld. KR stúlkur gerðu sér lítið fyrir og unnu efsta liðið Keflavík, í Keflavík, 77-70.

Danir úr leik

Danir eru úr leik á heimsmeistaramótinu í handknattleik. Þeir biðu lægri hlut fyrir Frökkum, 32-26, í lokaumferðinni í gærkvöldi. Danir höfnuðu í fjórða sæti í A - riðli en Frakkar í því þriðja og komust áfram. Norðmenn lögðu Egypta, 24-19, í hreinum úrslitaleik um hvor þjóðin kæmist áfram.

Heil umferð í Intersport deildinni

15. umferð Intersport deildarinnar í körfubolta karla verður leikin í kvöld en þá fara fram 6 leikir. Topplið Keflavíkur með 22 stig, sem reyndar á einn leik til góða gegn Haukum á önnur lið í deildnni, heimsækir ÍR í kvöld en Breiðhyltingar eru í 6. sæti með 18 stig.

Barcelona með tíu stiga forystu

Barcelona hefur tíu stiga forystu í spænsku fyrstu deildinni í knattspyrnu en liðið sigraði Sevilla á útivelli, 4-0, í gærkvöldi. Samuel Eto, Cesar Julio Baptista og Ludovic Giuly skoruðu mörkin. Þá vann Atletico Madrid Albacete, 3-1

Parma sigraði Udinese

Það voru tveir leikir á dagskrá í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu í gær. Chievo sigraði Liveorno, 1-0, og Parma sigraði Udinese, 1-0. Í kvöld verður leikur Palermó og Inter sýndur beint á Sýn.

Rússi sigraði á opna ástralska

Hinn 25 ára gamli Rússi, Marat Safin, sigraði í einliðaleik karla á opna ástralska mótinu í tennis sem fram fór í Melbourne Park nú um helgina. Keppni lauk nú rétt undir hádegið þegar Safin sigraði heimamanninn Lleyton Hewitt, 1-6, 6-3, 6-4, 6-4. Bandaríkjakonan Venus Williams tryggði sér sigur á mótinu í einliðaleik kvenna á laugardag þegar hún vann Lindsay Davenport.

Eiður Smári í byrjunarliðinu

Tveir leikir í enska bikarnum verða sýndir í beinni á Sýn í dag, annars vegar Oldham - Bolton klukkan hálf tvö og hins vegar Chelsea - Birmingham klukkan hálffjögur. Eiður Smári Guðjohnsen verður í byrjunarliði Chelsea í dag.

Sunna sigraði í Malmö

Sunna Gestsdóttir frjálsíþróttakona sigraði í 60 metra hlaupi á innanhússmóti í Malmö í Svíþjóð í gær þegar hún kom í mark á 7,70 sekúndum. Hún keppir í langstökki í dag.

Setti Norðurlandamet öldunga

Íslandsmótið í bekkpressu var haldið á Hlíðarenda í gær. María Guðsteinsdóttir vann sigur í kvennaflokki og Ingvar Jóel Ingvarsson varð stigahæstur í karlaflokki og setti nýtt Norðurlandamet öldunga þegar hann lyfti 280 kílóum.

Teresa sigraði í 50 m skriðsundi

Besta sundkona Svía og ein besta sundkona heims, Teresa Alashamar, sigraði í 50 metra skriðusundi á alþjóðamóti Ægis, Reykjavík International, í nýju sundlauginni í Laugardal síðdegis gær. Hún kom í mark á 25,12. sekúndum en keppni lýkur í dag.

Öruggur sigur Dougherty í Asíu

Englendingurinn Nick Dougherty tryggði sér í dag sigur á Caltex Masters mótinu í golfi sem fram fór í Singapore. Mótið er sameiginlegur liður í asísku og evrópsku mótaröðunum. Yfirburðir þessa 22 ára gamla kylfings voru talsverðir, hann lék á 5 undir pari í dag eða á 67 höggum og lauk keppni með 5 högga forystu á Skotann, Colin Montgomerie.

Bolton sló Oldham naumlega út

Enska úrvalsdeildarliðið Bolton sló út 1. deildarlið Oldham fyrir stundu í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu 1-0 með marki Ricardo Vaz Te.  Með sigrinum tryggði Bolton sér farseðilinn í 5. umferð keppninnar. Leikur Chelsea og Brimingham í 4. umferð hefst kl. 16.05 og verður í beinni útsendingu í Sýn. Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Chelsea.

HM: Milliriðlar hefjast á morgun

Rússar, Króatar og Serbar standa best að vígi þegar keppni í millriðlum á HM í handbolta hefst á morgun mánudag. Liðin taka öll með sér 4 stig í milliriðlana og Grikkir taka með sér 3 stig. Úrslit í innbyrðis leikjum þessara liða í riðlakeppninni fylgja liðunum.

Juventus í 8 stiga forystu

Juventus jók í dag forystu sína á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í 8 stig þegar liðið vann 1-2 útisigur á Atalanta. Á sama tíma töpuðu helstu keppinautar þeirra, AC Milan öðrum leik sínum í röð í deildinni, nú 0-1 fyrir Bologna, og það á heimavelli sínum San Siro. Ruben Olivera og Alessandro Del Piero skoruðu fyrir Juventus í dag.

Chelsea í 16 liða úrslitin

Chelsea tryggði sér rétt í þessu ferðseðilinn í 16 liða úrslit ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu með 2-0 sigri á Birmingham á Stamford Bridge í London í umferð keppninnar. Robert Huth og John Terry skoruðu mörk Chelsea. Eiður Smári Guðjohnsen var í byjrunarliði Chelsea en náði sér engan vegin á strik og var skipt út af á 65. mínútu.

Einar Hólmgeirsson Hofsósingur

Ættir Einars Hólmgeirssonar handboltalandsliðsmanns eru skilmerkilega raktar á heimasíðu sveitarfélagsins Skagafjarðar, skagafjordur.is. Tilefnið eru orð Einars í Mogganum á dögunum, þar sem hann sagðist vera harður af sér því hann væri Skagfirðingur.

Bylting í íslenskri sundsögu

Landsbankamót Ægis - Reykjavík International var háð í nýju og glæsilegu húsnæði í Laugardal um helgina og heppnaðist mjög vel. Aðstandendur keppninar eru allir á einu máli um að mótið marki tímamót í íslenskri sundsögu, að aldrei áður hafi verið keppt hérlendis við eins góðar aðstæður og um helgina.

Liðið féll á varnarleiknum

Geir Sveinsson, handboltasérfræðingur Fréttablaðsins, fer yfir heimsmeistaramótið í handbolta í Túnis.

Sjá næstu 50 fréttir