Sport

Keppum um titilinn næsta tímabil

Luis Garcia segir að aðdáendur Liverpool hafi allan rétt á að vera bjartsýnir fyrir næsta tímabil og að félagið muni berjast um enska meistaratitilinn þá. Spænski miðjumaðurinn segir að ef ekki væri fyrir ótrúlega óheppni með meiðsli væri félagið í mun betri stöðu núna, og segir að á næsta tímabili muni félagið stíga upp. Garcia er þó ekki tilbúinn að gefa þetta tímabil upp á bátinn og segir að þeir rauðu séu í keppni um verðlaunapeninga í ár. Hann sagði: "Ef ekki hefði verið fyrir öll þessi meiðsli okkar lykilmanna værum við mun nær toppliðunum, þannig að á næsta tímabili er ekkert óraunhæft að við veitum þeim meiri samkeppni. Við vitum að á næsta tímabili getum við gert Chelsea, Manchester United og Arsenal mjög erfitt fyrir.""Okkar markmið er að byggja upp gott lið fyrir framtíðina sem getur keppt við þessi félög. Það er mjög mikilvægt fjárhagslega að ná fjórða sætinu á þessu tímabili, en við munum þó svo sannarlega ekki slaka á í deildarbikarnum, þar sem við erum í úrslitum, og í Meistaradeildinni." ...og hann hélt áfram: "Nú eru þetta bara tveir leikir á hverja umferð í Meistaradeildinni, og þar af annar á heimavelli og við erum að spila virkilega vel á heimavelli, þannig að allt getur gerst þar." Garcia segist einnig vera mjög ánægður hjá Liverpool og að hann hafi aldrei kynnst öðrum eins stuðningsmönnum. "Sérhver leikur er sérstakur. Í leiknum gegn Olympiacos var andrúmsloftið þannig að fólk áttaði sig á því hvernig alvöru stuðningsmenn eru. Í fyrsta skipti sem ég heyrði Youll Never Walk Alone sat ég uppí stúku þar sem ég var meiddur, en ég fékk gæsahúð. Ég reyni alltaf að flýta mér upp úr göngunum til að heyra stuðningsmennina syngja þetta lag því mér finnst frábært að heyra það. Því miður þá gengur það ekki alltaf því við erum oftast ennþá í göngunum þegar lagið er sungið."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×