Sport

Þróttur að fá liðsstyrk

Lið Þróttar í knattspyrnu er komið langt á veg í viðræðum við erlendan framherja um að hann spili með liðinu í sumar í Landsbankadeildinni. Að sögn Guðmundar Vignis Óskarssonar, framkvæmdastjóra félagsins, er um að ræða mjög sterkan leikmann en sagði hann jafnframt að málið sé á því stigi að hann geti hvorki gefið upp nafn hans né þjóðerni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er að um að ræða öflugan framherja frá einu af Norðurlöndunum sem skorað hefur mikið af mörkum á sínum ferli. Þróttarar höfðu áður fengið serbneska varnarmanninn Dusan Jaic til liðs við sín og segir Guðmundur Vignir að ef samningar nást við erlenda framherjann hafi liðið lokið sér af á leikmannamarkaðnum fyrir sumarið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×