Sport

Arteta leitaði ráða hjá Liverpool

Everton geta þakkað spænsku leikmönnunum hjá Liverpool fyrir að hvetja Mikael Arteta til þess að færa sig yfir í enska boltann og til Everton. Arteta skrifaði undir lánssamning út tímabilið frá spænska liðinu Real Sociedad, en Everton hefur þó forkaupsrétt á honum í sumar. Rangers og PSG höfðu mikinn áhuga á að fá Arteta en hann valdi þó frekar að fara á Goodison Park. Hinn 22 ára miðjumaður sagðist hafa talað við landa sína Xabi Alonso og Luis Garcia hjá Liverool um lífið í Liverpool borg og enska boltanum. "Ég talaði við Xabi og hann er mjög ánægður í Liverpool," sagið Arteta. "Hann sagði mér að koma því Everton væri að standa sig virkilega vel þetta tímabilið og að stuðningsmenn þeirra væru frábærir. Hann sagði að ég myndi virkilega njóta þess"."Þá talaði ég einnig við Luis Garcia og hann sagði mér nákvæmlega það sama".



Fleiri fréttir

Sjá meira


×