Sport

Dugarry hættur knattspyrnuiðkun

Franski knattspyrnumaðurinn Christophe Dugarry hefur lagt skóna á hilluna. Dugarry, sem er 32 ára, varð heimsmeistari með Frökkum árið 1998 og Evrópumeistari tveimur árum síðar. Hann lék 55 landsleiki. Dugarry hóf ferilinn með Bordeaux árið 1988 og lék með AC Milan, Barcelona, Olympique Marseille, Birmingham City og síðast með liði í Katar. Hann fylgir í fótspor fyrrverandi félaga síns í franska landsliðinu, Emmanuel Petit, sem hætti ekki alls fyrir löngu. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×