Sport

Beckham hlustar ekki á gagnrýni

David Beckham, fyrirliði enska landsliðsins og leikmaður Real Madrid, lætur gagnrýni sem vind um eyrun þjóta og segist vera í góðu formi. "Svo lengi sem ég er ánægður með frammistöðu mína hjá Real og Englendingum, þá er mér nokkurn veginn sama hvað aðrir segja," sagði Beckham. "Þessi mánuður er búinn að vera minn besti í langan tíma. Við erum 7 stigum á eftir Barcelona þannig að það getur allt gerst."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×