Fleiri fréttir

Jóhannes Karl mætir Ívari

Jóhannes Karl Guðjónsson og félagar í Leicester mæta Ívari Ingimundarssyni og félögum í Reading í næstu umferð ensku bikarkeppninnar. Ívar var valinn maður leiksins af Sky-sjónvarpstöðinni í fyrrakvöld þegar Reading lagði Swansea að velli í framlengdum leik í bikarkeppninni.

Grétar með tvö í sigurleik

KR-ingurinn Grétar Ólafur Hjartarson skoraði tvö mörk fyrir enska 2. deildarliðinu Doncaster Rovers í gærkvöld þegar liðið vann Scunthorpe 3-2 í æfingaleik. Grétar er til reynslu hjá Doncaster út þessa viku en hann skrifaði undir samning hjá KR síðastliðið haust og má skipta um lið fyrir 1. febrúar.

United til Kína í júlí

Stjórn Manchester United hefur staðfest að liðið muni etja kappi við kínverska liðið Beijing Hyundai 26. júlí næstkomandi.

Lua Lua ákærður

Lomana Lua Lua, framherji Portsmouth í úrvalsdeildinni í knattspyrnu, hefur verið ákærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir óíþróttamannslega framkomu í leik gegn Blackburn á laugardaginn var.

38 sæta fall á einu ári

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er í 94. sæti á styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, sem gefinn var út í morgun. Liðið hefur því fallið um eitt sæti frá listanum í desember. Í upphafi árs 2004 var liðið í 56. sæti og hefur fallið um 38 sæti á einu ári.

Beckham og Gerrard í góðgerðarleik

David Beckham og Steven Gerrard var boðið að taka þátt í góðgerðarleik FIFA og EUFA til styrktar þeirra Asíubúa sem eiga um sárt að binda eftir jarðskjálftann í síðasta mánuði sem kostaði rúmlega 150 þúsund manns lífið.

Magic endaði sigurgöngu Pistons

Orlando Magic, með Steve Francis í broddi fylkingar, batt enda á sigurgöngu Detroit Pistons í NBA-körfuboltanum í fyrrinótt, 103-101, en liðin mættust nokkrum dögum áður þar sem Pistons hafði betur.

Ísland vann bronsið

Íslenska ungmennalandsliðið í íshokkí hreppti bronsverðlaun á heimsmeistaramóti 3.deildar sem lauk í Mexíkó í vikunni.

Hundur óhreinkaði NBA-leik

Í hálfleik viðureignar Detroit Pistons og Orlando Magic gerðist það spaugilega atvik að fresta varð seinni hálfleiknum um nokkrar mínútur eftir að hundur nokkur, sem góðgerðarstamtökin Canine Companions hafði með í för, gerði þarfir sínar á gólfið

Jón Arnór með 14 stig

Jón Arnór Stefánsson skoraði 14 stig fyrir lið sitt Dynamo St.Pétursborg þegar liðið vann ellefta leik sinn í röð í Evrópudeildinni í gærkvöld. Dynamo vann Khimik Yuzhny frá Úkraínu 73-63.

Indriði og félagar í 8-liða úrslit

Indriði Sigurðsson og félagar í Racing Genk komust í gærkvöld í átta liða úrslit í belgísku bikarkeppninni í fótbolta þegar liðið vann Anderlecht 2-1.

Serena komst auðveldlega áfram

Serena Williams komst auðveldlega í þriðju umferð á Ástralska meistaramótinu í tennis sem er fyrsta risamót ársins. Hún vann auðveldan sigur á andstæðing sínum frá Madagaskar. Maria Sharapova frá Rússlandi lenti í miklum vandræðum gegn Lindsay Lee-Waters frá Bandaríkjunum.

Skotsýning Dallas og Washington

Fimm leikir voru í NBA-deildinni í körfubolta í gærkvöldi. Dallas Mavericks og Washington Wizards buðu upp á skotsýningu og skoruðu samtals 257 stig. Dallas vann með 137 stigum gegn 120. Jerry Stackhouse skoraði 29 stig og Dirk Nowitski 28 fyrir Dallas. Nowitski fór yfir 10 þúsund stig í stigaskorun sinni í NBA.

Tveir leikir hjá konunum

Fram og Stjarnan mætast í 1. deild kvenna í handbolta í kvöld og KR tekur á móti Njarðvík í 1. deild kvenna í körfubolta. Leikirnir hefjast klukkan 19.15.

Savage til Blackburn

Robbie Savage skrifaði í dag undir þriggja og hálfs árs samning við Blackburn Rovers eftir að hafa staðist læknisskoðun, en Blackburn greiddi Birmingham þrjár milljónir punda fyrir miðvallarleikmanninn.

Ætlum að toppa eigin árangur

Keflvíkingar taka á móti Benetton Fribourg Olympic frá Sviss í bikarkeppni Evrópu í körfuknattleik í kvöld. Fyrri leiknum, sem fram fór í Sviss, lyktaði með sigri heimamanna, 103-95, og þarf Keflavík að vinna með 9 stigum eða meira til að tryggja sér áframhaldandi þátttöku í keppninni. Keflvíkingar geta reyndar leyft sér að vinna með 8 stiga mun svo framarlega sem gestirnir skori minna en 95 stig.

Getur farið frítt frá KR

KR-ingurinn Grétar Hjartarson hélt til Englands á sunnudag til móts við enska 2. deildarliðið Doncaster. Grétar verður hjá félaginu fram á föstudag og þá kemur í ljós hvort félagið býður honum samning. Grétar spilaði æfingaleik með varaliði Doncaster gegn Scunthorpe á þriðjudag og skoraði tvö mörk í 3-2 sigri Doncaster

Tottenham á eftir Mido

Tottenham staðfestu nú seinni partinn að félagið á í viðræðum við ítalska stórliðið Roma um kaup á egypska sóknarmanninum Ahmed Hossam Mido. Mido hefur fá tækifæri fengið í vetur og hefur ávalt verið heitur fyrir ensku úrvaldsdeildinni.

Mikill léttir

Það lítur allt út fyrir að stórskyttan Einar Hólmgeirsson geti leikið með íslenska landsliðinu á HM í Túnis. Einar hefur verið meiddur síðan liðið æfði á Íslandi um daginn og um tíma var óttast að hann væri fótbrotinn. Röntgenmyndir sem landsliðið fékk af Einari á þriðjudag leiddu í ljós að hann er ekki brotinn og því hóf hann strax stífa sjúkraþjálfun hjá sjúkraþjálfara liðsins, Elís Þór Rafnssyni, en Elís vildi ekki byrja að höndla Einar fyrr en í ljós kæmi hvers kyns meiðslin væru.

Ágúst velur u-18 hópinn

Ágúst Björgvinsson, þjálfari u-18 landsliðs kvenna í körfuknattleik, hefur valið 15 manna hópinn sem taka mun þátt í undirbúningi fyrir Norðurlandamóti í maí, en þetta kemur fram á heimasíðu körfuknattleikssambands íslands.

FIFA framlengir við ADIDAS

Þýska íþróttavörufyrirtækið ADIDAS skrifaði í dag undir átta ára samning að verðmæti 269 milljón evra við alþjóða knattspyrnusambandið FIFA.

Man Utd sigraði Exeter

Manchester United komst í kvöld í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar er liðið sigraði Exeter á St James Park, en fyrri leik liðanna endaði með markalausu jafntefli á Old Trafford.

Árni Þór nefbrotnar í æfingaleik

Árni Þór Sigtryggsson, örvhenta stórskyttan sem leikur með Þór í úrvalsdeildinni í handknattleik, nefbrotnaði illa í æfingaleik gegn KA í gærkvöld. Árni Þór ætlaði til Þýskalands á föstudaginn kemur til að kanna aðstæður hjá Göppingen, sem Jaliesky Garcia leikur með, en ekkert verður af þeirri heimsókn í bili. Talið er að Árni Þór verði frá í nokkrar vikur.

Stjarnan mætir pólsku liði

Kvennalið Stjörnunnar dróst gegn pólska liðinu Vitaral Jelfa í 16 liða úrslitum Áskorendabikars Evrópu í handknattleik, en dregið var í morgun. Fyrri leikur liðanna verður í Póllandi 12. eða 13. febrúar og sá síðari í Garðabæ viku síðar. Pólska liðið sat hjá í riðlakeppni Áskorendabikarsins.

Bambir tekur við FH-stúlkum

Króatinn Slavko Bambir hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs FH í handbolta. Hann tekur við af Sigurði Gunnarssyni sem sagði upp störfum um helgina. Slavko Bambir var um tíma þjálfari kvennalandsliðsins.

Vill aðeins snúa aftur til United

David Beckham, leikmaður Real Madrid og fyrirliði enska landsliðsins, segir í viðtali við The Daily Mirror í dag að ef hann hætti hjá Real Madrid og fari aftur til Englands verði áfangastaður hans Old Trafford í Manchester. Hann vilji vinna með Sir Alex Ferguson. Beckham segist hins vegar ekki á förum frá Real Madrid alveg á næstunni.

Suns tapa fjórða leiknum í röð

Phoenix Suns töpuðu fjórða leik sínum í röð í NBA-deildinni, nú fyrir meisturum Detroit Pistons, 94-80. Chicago Bulls sigraði hins vegar New York Knicks 88-86, en þetta var sjöundi sigurleikur Bulls í röð.

Holm og Klüft best í Svíþjóð

Frjálsíþróttamennirnir Stefan Holm og Carolina Klüft voru í gærkvöld kjörin íþróttamaður og íþróttakona ársins 2004 í Svíþjóð. Stefan varð Ólympíumeistari í hástökki í fyrra og Carolina Ólympíumeistari í sjöþraut. Auk þess fékk Stefan Holm hið svokallaða Jerringpriset þar sem sjónvarpsáhorfendur völdu hann fremsta íþróttamann Svía á síðasta ári.

Kleberson á förum frá United?

Giovanni Trapattoni, knattspyrnustjóri portúgalska liðsins Benfica, hefur staðfest áhuga sinn á að fá miðvörðinn Jose Kleberson frá Manchester United í sínar raðir.

Markvörður barinn til dauða

Aðalmarkvörður unglingalandliðs Benin var barinn til dauða eftir að liðið tapaði gegn Nígeríu, 3-0, á Afríkukeppni unglingalandsliða.

Ferguson vill fara til Rangers

Barry Ferguson, fyrirliði Blackburn, hefur afhent forráðamönnum liðsins skriflega beiðni þess efnis að hann vilji ganga til liðs við Glasgow Rangers á nýjan leik.

Diao til Birmingham

Senegalski knattspyrnumaðurinn Salif Diao sem er á mála hjá Liverpool gekk í dag til liðs við Birmingham þar sem hann verður í láni út tímabilið. Þessi 27 ára gamli miðjumaður var seldur til Liverpool frá franska liðinu Sedan á 5 milljónir sterlingspunda sumarið 2002 en hefur ekki tekist að ávinna sér reglulegt sæti í byrjunarliðinu á Anfield. 

Fá endurgreitt, takk!

Það verður mikið um dýrðir í smábænum Exeter í kvöld þegar heimaliðið, Exeter City, tekur á móti Manchester United í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu.

Maldini fór næstum til Chelsea

Fyrirliði ítalska knattspyrnustórveldisins AC Milan, Paolo Maldini, hefur opinberað að hann hafi verið nálægt því að ganga til liðs við enska úrvalsdeildarliðið Chelsea þegar Gianluca Vialli stýrði liðinu fyrir 5 árum. Maldini sagði í dag að þetta sé í eina skiptið á ferli sínum sem hann hafi svo mikið sem íhugað að yfirgefa Milan. 

Jói Kalli skoraði með þrumufleyg

Jóhannes Karl Guðjónsson er búinn að skora fyrir Leicester sem er 1-0 yfir gegn Blackpool í 3. umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu en leikurinn hófst kl. 19.45. Mark Jóa Kalla var sérlega glæsilegt eða að hætti Skagamannsins og kom af 35 færi. Á sama tíma eigast við Burnley og Liverpool þar sem staðan er ennþá 0-0.

Grétar lék vel með Doncaster

Knattspyrnumaðurinn Grétar Ólafur Hjartarson lék í dag æfingaleik með enska 1. deildarliðinu Doncaster Rovers og staðfesti félagið strax að leik loknum að ákveðið hefði verið að bjóða honum reynslusamning. Fram kom á heimasíðu Doncaster nú fyrir skömmu að Grétar hafi staðið undir væntingum í æfingaleiknum sem sérstaklega var settur á fyrir hann.

Liverpool úr leik í bikarnum

Liverpool féll úr leik í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu í kvöld fyrir Championship deildar liðinu Burnley 1-0. Djimi Traore skoraði sjálfsmark á 51. mínútu. Á sama tíma náði Leicster City að slá út Blackpool 1-0 og það var Jóhannes Karl Guðjónsson sem var hetja sinna manna og skoraði sigurmarkið. Mark Jóa Kalla var sérlega glæsilegt og kom á 16. mínútu, af 35 metra færi.

Fjórir dæmdir í bann

Tveir leikmenn í NBA-körfuboltanum, Nene hjá Denver Nuggets og Michael Olowokandi hjá Minnesota Timberwolves, voru dæmdir í fjögurra leikja bann fyrri slagsmál og kýtingar undir lok þriðja fjórðungs í leik liðanna á dögunum.

Farsímaatvik rannsakað

Enska knattspyrnusambandið bíður átekta rannsókn lögreglunnar eftir atvik sem átti sér stað í leik Manchester United og Liverpool á laugardaginn.

Wenger æfur út í Ferguson

Það andar köldu milli knattspyrnustjóranna Arsene Wenger hjá Arsenal og Alex Ferguson hjá Manchester United um þessar mundir.

Serena Williams byrjar vel

Bandaríska tennisdrottningin Serena Williams fór létt með Camille Pin í opnunarleik ástralska opna tennismótsins sem hófst í gær.

Engin gremja hjá Bar, segir Button

Jenson Button, ökumaður BAR-liðsins í Formúlu 1 kappakstrinum, fullyrðir að það sé engin gremja í hans garð af hálfu BAR eftir að hann reyndi að ganga til liðs við Williams á síðasta ári.

35 stig frá James dugðu ekki til

Ray Allen hafði betur í einvíginu gegn LeBron James þegar lið þeirra, Seattle Supersonics og Cleveland Cavaliers, áttust við í fyrrinótt í NBA-körfuboltanum.

Ljónin töpuðu óvænt gegn Haukum B

2. deildarlið Ljónanna mátti sætta sig við sitt fyrsta deildartap á tímabilinu þegar þeir steinlágu með 17 stigum, 70-87, fyrir b-liði Haukanna á Ásvöllum um helgina.

Redknapp keypti Nigel Quashi

Harry Redknapp, nýráðinn framkvæmdastjóri Southampton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, festi í gær kaup á hinum 26 ára gamla Nigel Quashie frá Portsmouth.

Sjá næstu 50 fréttir