Sport

Grétar lék vel með Doncaster

Knattspyrnumaðurinn Grétar Ólafur Hjartarson lék í dag æfingaleik með enska 1. deildarliðinu Doncaster Rovers og staðfesti félagið strax að leik loknum að ákveðið hefði verið að bjóða honum reynslusamning. Fram kom á heimasíðu Doncaster nú fyrir skömmu að Grétar hafi staðið undir væntingum í æfingaleiknum sem sérstaklega var settur á fyrir hann og annan leikmann sem félagið skoðar.  Mótherjinn var Scunthorpe sem er í 2. sæti 2. deildar og fór leikurinn 3-2 fyrir Doncaster og eins og áður segir stóð Grétar sig vel í leiknum sem fór fram fyrir luktum dyrum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×