Sport

Redknapp keypti Nigel Quashi

Harry Redknapp, nýráðinn framkvæmdastjóri Southampton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, festi í gær kaup á hinum 26 ára gamla Nigel Quashie frá Portsmouth. Quashie hittir þar fyrir fyrrum þjálfara sinn, því Redknapp var sem kunnugt er sagt upp störfum hjá Portsmouth fyrir skömmu. Samningur leikmannsins er til þriggja og hálfs árs og er andvirði samningsins um 2,1 milljón punda. Koma skotans unga til Southampton er liður í uppbyggingu Redknapp á liðinu og hefur hann nýverið fengið nokkra leikmenn til liðs við félagið í þeirri meiningu að bjarga því frá falli úr úrvalsdeildinni. "Ég er mjög ánægður með að vera kominn til Southampton og ég er viss um að liðið nær að halda sér uppi, þó það verði ekki auðvelt. Ég hlakka líka mikið til að fara að vinna með Redknapp aftur", sagði "Quashie.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×