Sport

Markvörður barinn til dauða

Aðalmarkvörður unglingalandliðs Benin var barinn til dauða eftir að liðið tapaði gegn Nígeríu, 3-0, á Afríkukeppni unglingalandsliða. Samiou Yessoufou, sem gekk undir nafninu Campos, var 18 ára gamall. Hópur manna réðist að Campos á næturklúbbi eftir leikinn og lést hann af áverkum sínum í gærmorgun. Fregnir herma að mennirnir hafi verið æfir yfir tapinu og létu höggin og spörkin dynja á Campos sem átti sér ekki viðreisnarvon.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×