Sport

Diao til Birmingham

Senegalski knattspyrnumaðurinn Salif Diao sem er á mála hjá Liverpool gekk í dag til liðs við Birmingham þar sem hann verður í láni út tímabilið. Þessi 27 ára gamli miðjumaður var seldur til Liverpool frá franska liðinu Sedan á 5 milljónir sterlingspunda sumarið 2002 en hefur ekki tekist að ávinna sér reglulegt sæti í byrjunarliðinu á Anfield. Koma Diao til Birmingham á að auðvelda miðjumanninum Robbie Savage að yfirgefa félagið en hann vill fara til Blackburn og skilaði inn formlegri beiðni um að vera seldur á dögunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×