Sport

Ferguson vill fara til Rangers

Barry Ferguson, fyrirliði Blackburn, hefur afhent forráðamönnum liðsins skriflega beiðni þess efnis að hann vilji ganga til liðs við Glasgow Rangers á nýjan leik. Mark Hughes, knattspyrnustjóri Blackburn, segist vilja halda í Ferguson sem gekk til liðs við liðið fyrir tæplega einu og hálfu ári síðan. Rangers hefur boðið 3 milljónir punda í kappann en Blackburn hafnaði því tilboði. Samkvæmt John Viola, umboðsmanni Fergusons, staðfesti að skjólstæðingur sinn hefði fullan hug á að fara aftur til Glasgow en Blackburn á enn eftir að borga 2,5 milljónir punda af kaupverði leikmannsins sem var 6,5 milljónir punda eða um 760 milljónir íslenskra króna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×