Fleiri fréttir

Ívar lagði upp sigurmark Reading

Ívar Ingimarsson var í byrjunarliði enska 1. deildarliðsins Reading og lagði upp sigurmark liðsins þegar það sló út 2. deildarliðið Swansea í þriðju umferð ensku bikarleppnninnar í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur urðu 0-1 fyrir Reading. Ívar lagði upp markið með því að skalla boltann fyrir fætur Nicky Forster á 96. mínútu eða í framlengingu.

Rooney ekki rannsakaður

Enski landsliðsmaðurinn Wayne Rooney mun ekki sæta rannsóknar af hálfu enska knattspyrnusambandsins vegna atviks sem átti sér stað í leik Manchester United og Liveprool í úrvalsdeildinni á laugardag. Steve Bennett dómari í leik liðanna á Anfield gat þess í leikskýrslu sinni að unglingurinn hefði fagnað marki sínu á vafasaman hátt.

Keflvíkingar á toppinn

Keflavík náði 2 stiga forystu á toppi Intersportdeildarinnar í körfubolta karla í kvöld þegar liðið sigraði Snæfell úr Stykkishólmi á heimavelli, 79:68. Staðan í hálfleik var þó 30-39 fyrir Snæfell en heimamenn sneru dæminu við í síðari hálfleik. Bæði lið voru með 18 stig fyrir leikinn ásamt Njarðvík og Fjölni en Snæfell er áfram í 4. sæti deildarinnar.

Charlton vill Heiðar

Lið Hermanns Hreiðarssonar, Charlton Athletic, hefur mikinn áhuga á að fá Heiðar Helguson í sínar raðir samkvæmt Sunday Mirror í dag. Alan Curbishley, stjóri Charlton, hefur fylgst með Heiðari upp á síðkastið og samkvæmt blaðinu gæti Charlton komið með tveggja milljóna punda tilboð í hann á næstunni.

Markalaust hjá Reading og Burnley

Ívar Ingimarsson var í liði Reading sem gerði markalaust jafntefli gegn Burnley í gær. Bjarni Guðjónsson og félagar í Plymouth töpuðu fyrir Gillingham, 1-0. Leicester og Preston gerðu 1-1 jafntefli og var Jóhannes Karl Guðjónsson í liði Leicester. Ipswich er á toppnum með 58 stig eftir sigur á Coventry, 3-2.

Síðasti leikurinn fyrir HM

Nú stendur yfir síðasti leikur íslenska karlalandsliðsins í handbolta á fjögurra þjóða mótinu á Spáni en leikið er gegn Egyptum. Liðið steinlá fyrir Spánverjum, 39-31, í gær. Róbert Gunnarsson var markahæstur og skoraði níu mörk og Guðjón Valur Sigurðsson kom næstur með sjö.

Rússar mörðu Svisslendinga

Andstæðingar íslenska landsliðsins í handknattleik í b-riðli heimsmeistaramótsins í Túnis léku nokkra æfingaleiki í gær. Slóvenar skelltu Þjóðverjum, 32-26, Rússar mörðu sigur á Svisslendingum, 26-25, og Tékkar og Danir gerðu jafntefli, 24-24.

Chelsea að stinga af

Chelsea er að stinga af í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Liðið er komið með tíu stiga forystu á toppnum. Chelsea vann Tottenham 2-0 á útivelli í gær. Frank Lampard skoraði bæði mörkin, hið síðara eftir frábæran undirbúning Eiðs Smára Guðjohnsen sem kom inn á sem varamaður um miðjan síðari hálfleik.

Lokeren burstaði Cercle Brügge

Lokeren burstaði Cercle Brügge 4-0 í belgíska fótboltanum í gærkvöld. Arnar Grétarsson, Arnar Þór Viðarsson og Rúnar Kristinsson léku allan leikinn með Lokeren en Marel Baldvinsson kom ekkert við sögu. Lokeren er í 8. sæti.

13. jafntefli Inter á leiktíðinni

Tveir leikir voru í ítalska boltanum í gær. Brescia og Fiorentina gerðu 1-1 jafntefli. Reggina mætti Inter Milan á heimavelli og var niðurstaðan markalaust jafntefli. Þetta var þrettánda jafntefli Inter í nítján leikjum en liðið hefur enn ekki tapað leik.

Óvæntur sigur Malaga

Tveir leikir voru í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Getafe og Athletico Madrid gerðu 1-1 jafntefli og Malaga vann óvæntan sigur á Sevilla 1-0. Stórliðin Barcelona og Real Madrid verða í beinni útsendingu á Sýn í kvöld.

Rangers komst á toppinn

Glasgow Rangers komst á toppinn í skosku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær þegar liðið skellti Dunfermline á heimavelli, 3-0. Rangers er með 53 stig eins og Celtic sem leikur í dag gegn Aberdeen á útivelli. Keflvíkingurinn Þórarinn Kristjánsson er í leikmannahópi Aberdeen en hann gerði sex mánaða samning við félagið um daginn.

Maruyama með eins höggs forystu

Japaninn Shigeki Maruyama er enn með eins höggs forystu á Sony-mótinu í golfi í bandarísku mótaröðinni þegar átján holur eru eftir. Maruyama fór holu í höggi á fjórðu par þrjú holu. Hann lék á 68 höggum og er samtals á tíu undir pari. Bandaríkjamaðurinn Brett Quigley er annar á níu undir pari.

Pittsburgh hársbreidd frá tapi

Pittsburgh var hársbreidd því að falla úr leik gegn New York Jets í undanúrslitum Ameríkudeildar NFL-fótboltans í gær. New York gat tryggt sér sigurinn með vallarmarki í lok leiksins en það mistókst. Leikurinn var framlengdur og þar hafði Pittsburgh betur. Lokatölur 20-17.

FH tekur á móti Víkingi

Einn leikur er í 1. deild kvenna í handbolta í kvöld. FH tekur á móti Víkingi og hefst leikurinn klukkan 19.15 í Kaplakrika.

Sími til þín

Wayne Rooney, leikmaður Manchester United, fékk óblíðar móttökur frá stuðningsmönnum Liverpool þegar hann fagnaði marki sínu í leik liðanna á laugardaginn. Kappinn stríddi hörðustu stuðningsmönnum Liverpool í Kop-stúkunni svonefndu með því að hlaupa að þeim með ögrandi látbragði eftir að hafa skorað mark sitt.

Stál í stál á Riverside

Middlesbrough og Everton sem bæði berjast um sæti í Evrópukeppninni, mættust í úrvalsdeildinni á sunnudag. </font /></b />

Lék sinn fyrsta leik gegn Celtic

Þórarinn Brynjar Kristjánsson fyrrum leikmaður bikarmeistara Keflavíkur í knattspyrnu lék sinn fyrsta leik fyrir Aberdeen í skosku deildinni á sunnudag

Chelsea að stinga af?

Lið Chelsea hefur náð tíu stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir leiki helgarinnar og er komið með vænlega stöðu í baráttunni um meistaratitilinn. </font />

Egyptar í valnum gegn Íslandi

"Það hefði verið dapurlegt að tapa öllum leikjunum hér þannig að þessi sigur er afar jákvæður fyrir það sem fram undan er," sagði Viggó Sigurðsson, landsliðsþjálfari í handknattleik. Ísland vann þriðja og síðasta leik sinn á æfingamóti sem fram fór á Spáni gegn Egyptum 30-21 eftir að hafa tapað tveimur fyrstu leikjum sínum, gegn Frakklandi og Spáni. </font />

Þriðja tap Phoenix í röð

Tólf leikir voru í NBA-deildinni í körfubolta í gærkvöld. Phoenix Suns tapaði þriðja leik sínum í röð þegar Washington lagði þá að velli 108-103.

Tékkar töpuðu fyrir Svíum

Tékkar, fyrstu andstæðingar Íslendinga á heimsmeistaramótinu í Túnis, biðu lægri hlut fyrir Svíum 32-30 í gær á alþjóðlegu móti í Malmö. Danir rótburstuðu Brasilíumenn 41-15 í hinum leik mótsins.

Rússar unnu Alsíringa

Rússar og Alsíringar, andstæðingar Íslendinga í b-riðli heimsmeistaramótsins í Túnis, mættust á æfingamóti í Noregi í gærkvöldi. Rússar unnu sex marka sigur, 27-21. Rússneska liðið er mjög breytt frá fyrri stórmótum. Liðið er ungt að árum og þjálfari liðsins til margra ára, Maximov, er hættur.

Atli æfir með Chesterfield

Knattspyrnumaðurinn Atli Sveinn Þórarinsson, sem gekk í raðir Valsmanna síðastliðið haust frá KA, æfir þessa dagana með enska 2. deildarliðinu Chesterfield. Valsmenn munu ekki standa í vegi fyrir Atla ef hann fær samning hjá erlendu liði fyrir 1. febrúar.

Þriðji sigurinn á fjórum dögum

Renate Goetschl frá Austurríki vann í morgun brunkeppni í heimsbikarnum á skíðum í Cortina D´Ampezzo á Ítalíu. Þetta var þriðji sigur hennar á aðeins fjórum dögum. Janica Kostelic frá Króatíu varð önnur og Lindsay Kildow Bandaríkjunum þriðja.

Stjörnuleikur KKÍ í dag

Stjörnuleikur Körfuknattleikssambands Íslands verður í dag í Valsheimilinu að Hlíðarenda. Kvennaleikurinn hefst klukkan 14 og karlaleikurinn tveimur tímum síðar. Þetta er átjándi stjörnuleikur KKÍ en innlendir og erlendir leikmenn etja kappi saman. Auk þess fer fram troðslukeppni og þriggja stiga skotkeppni.

Táningurinn Wie úr leik

Táningsstúlkan Michelle Wie er úr leik á Sony-mótinu í golfi í bandarísku mótaröðinni. Wie lék á 74 höggum í gær og samtals á níu höggum yfir pari og var sjö höggum frá því að komast í gegnum niðurskurðinn.

Phoenix steinlá gegn Indiana

Ellefu leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfuknattleik í gærkvöldi. Það bar helst til tíðinda að Phoenix steinlá gegn Indiana og San Antonio marði sigur á Dallas.

Tveir leikir í 1. deild kvenna

Tveir leikir eru í fyrstu deild kvenna í handknattleik í dag. Íslandsmeistarar ÍBV taka á móti Stjörnunni í Eyjum klukkan tvö. Klukkutíma síðar hefst viðureign Fram og Hauka í Framheimilinu.

Pistons vann Magic, Hill hylltur

Grant Hill og félagar hans í Orlando Magic, háðu harða baráttu við Detroit Pistons á útivelli í NBA-körfuboltanum í nótt. Hill, sem lék með Pistons áður en hann hélt til Orlando, náði ekki að koma í veg fyrir sigur Pistons, 101-94.

Grosswallstadt fær nýjan þjálfara

Grosswallstadt, lið Snorra Steins Guðjónssonar og Einars Hólmgeirssonar í þýska handboltanum, skiptir um þjálfara næsta sumar. Michael Roth tekur við af Peter Meisinger, núverandi þjálfara liðsins.

Steelers mætir Jets á Sýn í kvöld

Pittsburgh Steelers og New York Jets mætast í kvöld í undanúrslitum Ameríkudeildar NFL-fótboltans. Pittsburgh er á heimavelli en liðið er talið mun sigurstranglegra í leiknum. Pittsburgh tapaði aðeins einum leik en vann fimmtán í riðlakeppninni. Leikurinn er á Sýn í kvöld klukkan 22.30

Damon Stoudamire með 54 stig

Damon Stoudamire setti nýtt persónulegt met, og nýtt met hjá Portland Trail Blazers, þegar hann skoraði 54 stig í leik gegn New Orleans Hornets.

Sigur eftir tvær framlengingar

Leikur Los Angeles Clippers og Miami Heat í NBA-körfuboltanum í nótt, sem fram fór á heimavelli Clippers, var æsispennandi og þurfti tvær framlengingar til að knýja fram úrslit.

Vongóð en ekkert fast í hendi

"Það er ekkert fast í hendi eins og staðan er en ég er mjög bjartsýn á að hljóta þann stuðning sem ég þarf til að láta allt ganga upp," segir Ólöf María Jónsdóttir, kylfingur úr Keili. Hún er í óða önn að skipuleggja sumarið framundan en þá tekur hún, fyrst Íslendinga, þátt á evrópsku mótaröðinni í golfi.

Steinlágu fyrir Mexíkóum

Íslenska ungmennalandsliðið í íshokkí átt lítið að segja í sterkt lið Mexíkó í þriðja leik liðsins á heimsmeistaramótinu sem fram fer í höfuðborg Mexíkó. Tapaðist leikurinn með sex marka mun þegar upp var staðið 10-4 en þetta var fyrsta tap Íslendinga sem unnu góða sigra á Tyrkjum og Búlgörum í fyrstu leikjum sínum.

Adios senor Padron

Mál málanna í íþróttaheiminum síðustu daga hefur verið mál Jaliesky Garcia Padron. Þessum kúbverska Íslendingi var hent úr íslenska landsliðshópnum um daginn þar sem hann mætti ekki til æfinga á tilsettum tíma og hafði þar að auki ekki fyrir því að láta vita af sér.

Njarðvíkingar lágu heima

Njarðvíkingar lágu á heimavelli gegn ÍR-ingum 91-87 í Intersport-deild karla í körfubolta í gærkvöldi. Sigurinn kom mjög á óvart en hann var verðskuldaður. Breiðhyltingar voru yfir nánast allann leikinn. Theo Dixon skoraði 29 stig og Eiríkur Önundarson 24 fyrir ÍR. Brenton Birmingham skoraði 25 stig fyrir Njarðvík.

Stjarnan vann Gróttu/KR

Stjarnan bar sigurorð af Gróttu/KR 26-20 í fyrstu deild kvenna í handbolta í gærkvöldi. Anna Blöndal skoraði sjö mörk og Kristín Guðmundsdóttir sex fyrir Stjörnuna. Arna Gunnarsdóttir skoraði sex mörk fyrir Gróttu/KR.

Sigþór skrifaði undir hjá Val

Knattspyrnumaðurinn Sigþór Júlíusson gekk í raðir Valsmanna í gærkvöldi. Sigþór hefur leikið með KR á undanförnum árum en lék á sínum tíma með Val. Sigþór er 29 ára Húsvíkingur.

Mourinho undir smásjánni

Jose Mourinho og John Terry hjá Chelsea eru undir smásjánni hjá enska knattspyrnusambandinu eftir leik liðsins við Manchester United á dögunum.

Owen hafði áhrif á Morientes

Sala Real Madrid á Fernando Morientes til Liverpool hefur afhjúpað að Morientes vildi fara frá Spáni eftir komu Michaels Owen til Madrid.

Leikur til styrktar Asíubúum

FIFA og EUFA, Alþjóða- og evrópsku knattspyrnusamböndin, munu standa fyrir fótboltaleik til styrkar aðstandendum sem eiga um sárt að binda eftir hamfarirnar í Asíu.

Sjá næstu 50 fréttir