Sport

Ísland vann bronsið

Íslenska ungmennalandsliðið í íshokkí hreppti bronsverðlaun á heimsmeistaramóti 3.deildar sem lauk í Mexíkó í vikunni. Sigraði íslenska liðið lið S-Afríku í síðasta leik mótsins og vann auðveldan 8-1 sigur á liði sem fyrir fram var talið það sigurstranglegasta í riðlinum. Íslenska liðið vann þrjá af leikjum sínum en tapaði tveimur og er árangurinn í samræmi við væntingar fyrir mótið. Íslenskur leikmaður, Gauti Þormóðsson, gerði sér enn fremur lítið fyrir og varð markahæstur allra leikmanna mótsins með ein tíu mörk og 30 prósent skorhlutfall og Birkir Þormóðsson var valinn besti varnarmaður mótsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×