Sport

United til Kína í júlí

Stjórn Manchester United hefur staðfest að liðið muni etja kappi við kínverska liðið Beijing Hyundai 26. júlí næstkomandi. Leikurinn er liður í svokölluðu Asian Tour sem er ferðalag United til að svala þorsta United-unnenda í Asíu og undirbúa liðið í leiðinni fyrir næsta tímabil. Þetta verður í þriðja sinn sem Manchester United leggur leið sína til Asíu í þessum tilgangi. United liðið mun fyrsta leika gegn landsliði Hong Kong en deildin þar í landi heldur upp á 90 ára afmæli á þessu ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×