Sport

Beckham og Gerrard í góðgerðarleik

David Beckham og Steven Gerrard var boðið að taka þátt í góðgerðarleik FIFA og EUFA til styrktar þeirra Asíubúa sem eiga um sárt að binda eftir jarðskjálftann í síðasta mánuði sem kostaði rúmlega 150 þúsund manns lífið. Leikurinn, sem mun bera nafnið Fótbolti fyrir von, fer fram á Nou Camp í Barcelona 15. febrúar nk. Á meðal þeirra sem koma fram verða m.a. Thierry Henry og Patrick Vieira frá Arsenal, Gabriel Heinze frá Manchester United og Brett Emerton frá Everton, svo einhverjir séu nefndir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×