Sport

Serena Williams byrjar vel

Bandaríska tennisdrottningin Serena Williams fór létt með Camille Pin í opnunarleik ástralska opna tennismótsins sem hófst í gær. Williams vann örugglega í tveimur lotum, 6-1 og 6-1, og átti Pin ekki möguleika í Williams sem virðist vera í fínu formi þessa dagana. "Ég væri ekki hérna ef ég teldi mig ekki geta unnið mótið. Þá væri ég bara heima hjá mér," sagði Williams eftir viðureignina. "Ég tel mig vera komna hingað af fullri alvöru til að vinna mótið."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×