Sport

38 sæta fall á einu ári

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er í 94. sæti á styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, sem gefinn var út í morgun. Liðið hefur því fallið um eitt sæti frá listanum í desember. Í upphafi árs 2004 var liðið í 56. sæti og hefur fallið um 38 sæti á einu ári. Brasilíumenn eru efstir á listanum, Frakkar í 2. sæti, Argentínumenn í 3. sæti og Englendingar eru í 8. sæti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×