Mikill léttir 19. janúar 2005 00:01 Það lítur allt út fyrir að stórskyttan Einar Hólmgeirsson geti leikið með íslenska landsliðinu á HM í Túnis. Einar hefur verið meiddur síðan liðið æfði á Íslandi um daginn og um tíma var óttast að hann væri fótbrotinn. Röntgenmyndir sem landsliðið fékk af Einari á þriðjudag leiddu í ljós að hann er ekki brotinn og því hóf hann strax stífa sjúkraþjálfun hjá sjúkraþjálfara liðsins, Elís Þór Rafnssyni, en Elís vildi ekki byrja að höndla Einar fyrr en í ljós kæmi hvers kyns meiðslin væru. "Því er ekki að neita að það er mikill léttir að vita að maður sé ekki brotinn. Ég óttaðist um tíma að ég væri úr leik en vonandi verður í lagi með mig," sagði Einar í samtali við Fréttablaðið í gær frá Spáni þar sem íslenska landsliðið dvelur fram á föstudag en þá heldur liðið yfir til Afríku. "Ég er allur að koma til og er hjá sjúkraþjálfaranum tvisvar til þrisvar á dag. Ég tók létta æfingu í morgun og skaut aðeins á markið. Ég stefni að því að taka fulla æfingu á laugardag þegar við erum komnir til Túnis, þannig að það er fínt hljóð í mér og ég er í verulega góðum höndum." Einar hefur leikið verulega vel með landsliðinu í síðustu leikjum, skorað grimmt og um leið létt álaginu af Ólafi Stefánssyni, sem hefur litla hvíld fengið á síðustu mótum. "Ég er alveg rólegur og hlakka mikið til mótsins. Það fer minna fyrir stressinu. Ég er til í að axla þá ábyrgð sem þjálfarinn setur á mig og óttast það ekki neitt," sagði Einar og bætti við að það væri gaman að leika með Ólafi. "Óli er kóngurinn og maður verður að hlusta og læra vel af honum í þessu fáu skipti sem maður er með honum. Hann kemur með fínar ábendingar sem vert er að hlusta á." Íslenski handboltinn Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Krista Gló: Ætluðum að vinna Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Alfreð kom Þjóðverjum á EM Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Sjá meira
Það lítur allt út fyrir að stórskyttan Einar Hólmgeirsson geti leikið með íslenska landsliðinu á HM í Túnis. Einar hefur verið meiddur síðan liðið æfði á Íslandi um daginn og um tíma var óttast að hann væri fótbrotinn. Röntgenmyndir sem landsliðið fékk af Einari á þriðjudag leiddu í ljós að hann er ekki brotinn og því hóf hann strax stífa sjúkraþjálfun hjá sjúkraþjálfara liðsins, Elís Þór Rafnssyni, en Elís vildi ekki byrja að höndla Einar fyrr en í ljós kæmi hvers kyns meiðslin væru. "Því er ekki að neita að það er mikill léttir að vita að maður sé ekki brotinn. Ég óttaðist um tíma að ég væri úr leik en vonandi verður í lagi með mig," sagði Einar í samtali við Fréttablaðið í gær frá Spáni þar sem íslenska landsliðið dvelur fram á föstudag en þá heldur liðið yfir til Afríku. "Ég er allur að koma til og er hjá sjúkraþjálfaranum tvisvar til þrisvar á dag. Ég tók létta æfingu í morgun og skaut aðeins á markið. Ég stefni að því að taka fulla æfingu á laugardag þegar við erum komnir til Túnis, þannig að það er fínt hljóð í mér og ég er í verulega góðum höndum." Einar hefur leikið verulega vel með landsliðinu í síðustu leikjum, skorað grimmt og um leið létt álaginu af Ólafi Stefánssyni, sem hefur litla hvíld fengið á síðustu mótum. "Ég er alveg rólegur og hlakka mikið til mótsins. Það fer minna fyrir stressinu. Ég er til í að axla þá ábyrgð sem þjálfarinn setur á mig og óttast það ekki neitt," sagði Einar og bætti við að það væri gaman að leika með Ólafi. "Óli er kóngurinn og maður verður að hlusta og læra vel af honum í þessu fáu skipti sem maður er með honum. Hann kemur með fínar ábendingar sem vert er að hlusta á."
Íslenski handboltinn Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Krista Gló: Ætluðum að vinna Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Alfreð kom Þjóðverjum á EM Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Sjá meira