Sport

Lua Lua ákærður

Lomana Lua Lua, framherji Portsmouth í úrvalsdeildinni í knattspyrnu, hefur verið ákærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir óíþróttamannslega framkomu í leik gegn Blackburn á laugardaginn var. Lua Lua lenti í stympingum við Andy Todd og var dæmdur í þriggja leikja bann í kjölfarið. "Hann hefur beðið okkur afsökunar á framferði sínu. Sá sem lét höggið vaða verður að horfast í augu við afleiðingarnar," sagði Joe Jordan, knattspyrnustjóri Portsmouth.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×