Sport

Serena komst auðveldlega áfram

Serena Williams komst auðveldlega í þriðju umferð á Ástralska meistaramótinu í tennis sem er fyrsta risamót ársins. Hún vann auðveldan sigur á andstæðing sínum frá Madagaskar. Maria Sharapova frá Rússlandi lenti í miklum vandræðum gegn Lindsay Lee-Waters frá Bandaríkjunum. Wimbledon-meistarinn Sharpova marði sigur í oddasetti. Svetlana Kuznetsova, sem liggur undir grun að hafa fallið á lyfjaprófi, komst auðveldlega í þriðju umferð. Andre Agassi vann auðveldan sigur á Rainer Schuettler og Rússinn Marat Safin komst einnig áfram.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×