Sport

Kleberson á förum frá United?

Giovanni Trapattoni, knattspyrnustjóri portúgalska liðsins Benfica, hefur staðfest áhuga sinn á að fá miðvörðinn Jose Kleberson frá Manchester United í sínar raðir. Kleberson, sem er 25 ára að aldri, hefur átt við ökklameiðsli að stríða og hefur aðeins leikið 18 leiki með United á 18 mánuðum. "Hann vill koma en félagið vill ekki láta hann fara. Svona samningamál eru ekki auðveld viðureignar en við munum reyna hvað við getum til að fá hann til okkar," sagði Trapattoni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×