Sport

Jóhannes Karl mætir Ívari

Jóhannes Karl Guðjónsson og félagar í Leicester mæta Ívari Ingimundarssyni og félögum í Reading í næstu umferð ensku bikarkeppninnar. Ívar var valinn maður leiksins af Sky-sjónvarpstöðinni í fyrrakvöld þegar Reading lagði Swansea að velli í framlengdum leik í bikarkeppninni. Eins og greint var frá á Vísi í gærkvöld var Jóhannes hetja Leicester City þegar hann skoraði eina mark liðsins í 1-0 sigri á Blackpool í þriðju umferð bikarkeppninnar. Mark Jóhannesar Karls var glæsilegt. Hann lét vaða af um 35 metra færi og boltinn þandi netmöskvana.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×