Sport

Engin gremja hjá Bar, segir Button

Jenson Button, ökumaður BAR-liðsins í Formúlu 1 kappakstrinum, fullyrðir að það sé engin gremja í hans garð af hálfu BAR eftir að hann reyndi að ganga til liðs við Williams á síðasta ári. "Um leið og ég ákvað að vera áfram þá settist ég niður með liðinu og útskýrði þetta allt fyrir mínum mönnum. Hlutirnir eru búnir að vera í himnalagi allar götur síðan," sagði Button. Þess má geta að nýr og léttari BAR-bíll var kynntur til leiks í Barcelona í fyrradag sem ber heitið The BAR Honda 007.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×