Sport

Wenger æfur út í Ferguson

Það andar köldu milli knattspyrnustjóranna Arsene Wenger hjá Arsenal og Alex Ferguson hjá Manchester United um þessar mundir. "Ég mun aldrei svara fleiri spurningum um þennan mann," sagði Wenger, sem vildi meina að enska knattspyrnusambandið ætti að refsa Ferguson fyrir ummæli sem hann lét falla um Arsenal á dögunum. Ferguson sagði Wenger hafa kallað leikmenn sína svindlara í hálfleik í viðureign liðanna í október á síðasta ári. "Ég sagði honum að láta þá í friði og slaka aðeins á," sagði Ferguson. "Þá vatt hann sér að mér með hendurnar upp í loft og sagði: Hvað ætlar þú að gera í því?. Svona framkoma er til háborinnar skammar."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×