Sport

Savage til Blackburn

Robbie Savage skrifaði í dag undir þriggja og hálfs árs samning við Blackburn Rovers eftir að hafa staðist læknisskoðun, en Blackburn greiddi Birmingham þrjár milljónir punda fyrir miðvallarleikmanninn. Savage, sem bað um sölu frá Birmingham fyrir um tveim vikum sökum þess að hann vildi búa nær fárveikum foreldrum sínum sem búa í Wales, gæti því spilað sinn fyrsta leik á mánudaginn gegn Bolton. Hjá Blackburn hittir Savage fyrir Mark Huges, fyrrum stjóra Wales, en hann stýrir nú Blackburn liðinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×