Sport

Liverpool úr leik í bikarnum

Liverpool féll úr leik í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu í kvöld fyrir Championship deildar liðinu Burnley 1-0. Djimi Traore skoraði sjálfsmark á 51. mínútu. Þetta var síðarleikur liðanna en þeim fyrri leik með markalausu jafntefli. Liverpool lék einum manni færri síðustu mínútutnar eftir að Antonio Nunez fékk rauða spjaldið vegna olnbogaskots. Leikurinn frestaðist um 15 mínútur og hófst ekki fyrr en kl. 20. Lögreglan vildi gera þessar öryggisráðstafanir vegna þess hve seint stuðningsmenn Liverpool mættu á leikvanginn. Á sama tíma náði Leicster City að slá út Blackpool 1-0 og það var Jóhannes Karl Guðjónsson sem var hetja sinna manna og skoraði sigurmarkið. Mark Jóa Kalla var sérlega glæsilegt eða að hætti Skagamannsins og kom á 16. mínútu, af 35 metra færi ofarlega í hægra hornið. Fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli á heimavelli Blackpool sem er í 20. sæti ensku 1. deildarinnar en Leicester leikur í Championship-deildinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×