Sport

Arnór með 1 og Einar Örn 3

Arnór Atlason skoraði eitt mark fyrir Magdeburg og Einar Örn Jónsson þrjú fyrir Wallau Massenheim þegar liðin mættust í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. Magdeburg marði eins marks sigur 27-26. Wetzlar lagði Lubbeck að velli 29-24. Róbert Sighvatsson skoraði fjögur mörk fyrir Wetzlar. Magdbegurg er efst í deildinni með átta stig eftir fjóra leiki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×