Sport

Beckham óviss með nýja þjálfarann

Enski landsliðsfyrirliðinn David Beckham er ekki viss um að hinn nýji þjálfari Real Madrid, Mariano Garcia Remon, muni fá lengri tíma til að sanna sig en forverar hans í starfinu. Remon byrjaði slælega í nýja starfinu í gærkvöldi, með 1-2 tapi gegn Athletic Bilbao. "Ég veit ekki hvort ég geti sagt að nýji þjálfarinn muni halda starfinu lengi" sagði Beckham í viðtali við The Daily Mirror. "Þegar nýr stjóri kemur inn hjá stórum klúbbi sem þessum, og gengur ekki vel, er einfaldlega skipt um. Þannig vinnur Florentino Perez forseti". Beckham sagði einnig að menn væru að gera of mikið úr slæmri byrjun Real Madrid á tímabilinu. "Fólk talar um að við séum í krísu, en tímabilið er bara ný byrjað og við höfum bara spilað einn leik í Meistaradeildinni. Ég held að menn séu að gera of mikið úr þessu", sagði kappinn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×