Sport

Everton sigraði Portsmouth

Everton sigraði Portsmouth 1-0 á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Eina mark leiksins skoraði Ástralinn Tim Cahill 10 mínútum fyrir leikslok. Lee Carsley tók þá aukaspyrnu frá hægri og Cahill stökk hæsta allra í teignum og skallaði boltann í netið. Everton hefur þar með unnið fimm af fyrstu sjö leikjum sínum í deildinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×