Sport

Juventus heldur toppsætinu

Juventus heldur toppsætinu í ítölsku fyrstu deildinni í knattspyrnu þrátt fyrir 1-1 jafntefli á heimavelli gegn Palermo í gær. Zlatan Ibrahimovich jafnaði fyrir Juve í síðari hálfleik. Ófarir AS Roma halda áfram. Rudi Völler þjálfari bauðst til að segja af sér eftir 3-1 tap gegn Bologna. Roma er í fjórtánda sæti með fjögur stig. Forráðamenn Roma vilja að Völler haldi áfram en hann hefur aðeins verið í 26 daga við stjórnvölin. Sjö leikir eru í dag og einn í kvöld. Viðureign Lazio og AC Milan verður á Sýn klukkan 19.30. Á myndinni fagnar Zlatan Ibrahimovich marki sínu fyrir Juventus. Emerson er fyrir aftan hann. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×