Spennandi keppni í Kína 26. september 2004 00:01 Engu breytti þótt allt gengi á afturfótunum hjá heimsmeistaranum Michael Schumacher í Formúla 1 kappakstrinum sem fram fór í Kína í gær. Félagi hans hjá Ferrari, Rubens Barrichello, tók þá við sprotanum og sigraði eftir spennandi rimmu við þá Jenson Button og Kimi Raikkonen. Sigurinn var afar sætur og einn sá mest spennandi sem sést hefur um hríð í Formúlunni. Barrichello hélt fyrsta sætinu alla keppnina en hörð atlaga var gerð að honum alla 56 hringina. Voru þar á ferð þeir Jenson Button sem ekur fyrir BAR-Honda og Kimi Raikkonen hjá McLaren og var mjótt á mununum þegar bílarnir komu í mark eftir stanslitla 306 kílómetra. Var Button 1 sekúndu á eftir Barrichello og Raikkonen fjórum sekúndubrotum betur. Heimsmeistarinn Michael Schumacher komst aldrei í gang þrátt fyrir tilburði. Honum gekk illa í tímatökum fyrr um helgina og ekki tók betra við í keppninni sjálfri. Var hann í sextánda sæti eftir tíu hringi og lenti þá í samstuði við Klien sem ekur fyrir Jagúar. Varð Klien að hætta keppni en Schumacher hélt sínu striki og náði tólfta sætinu áður en loftlaus hjólbarði gerði honum lífið erfitt. Endaði hann þó í því sæti og náði að setja hraðasta hring í keppninni í leiðinni. Úrslitin breyta þó engu um heimsmeistaratitilinn þegar tvær keppnir eru eftir. Schumacher er langt undan öðrum keppendum og sömu sögu má segja um lið Ferrari sem leiðir keppni bílasmiða með talsverðum mun. Sagðist Schumacher eftir keppnina ánægður með sigur Barrichellos og stoltur af því að bjáti eitthvað á hjá öðrum bílstjóranum tekur hinn upp hanskann. Var um fyrstu keppni í Formúlu 1 að ræða í Kína en keppt var á glænýrri braut sem byggð var sérstaklega fyrir Formúlu kappaksturinn. Var fullsetinn bekkurinn og fengu áhorfendur aldeilis að sjá hvað gerir þessa keppi spennandi. Íþróttir Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Fram | Hörkuleikur í Mosfellsbæ Í beinni: Svíþjóð - England | Hvort fer í undanúrslit? Í beinni: Víkingur R. - Malisheva | Standa vel að vígi Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Sjá meira
Engu breytti þótt allt gengi á afturfótunum hjá heimsmeistaranum Michael Schumacher í Formúla 1 kappakstrinum sem fram fór í Kína í gær. Félagi hans hjá Ferrari, Rubens Barrichello, tók þá við sprotanum og sigraði eftir spennandi rimmu við þá Jenson Button og Kimi Raikkonen. Sigurinn var afar sætur og einn sá mest spennandi sem sést hefur um hríð í Formúlunni. Barrichello hélt fyrsta sætinu alla keppnina en hörð atlaga var gerð að honum alla 56 hringina. Voru þar á ferð þeir Jenson Button sem ekur fyrir BAR-Honda og Kimi Raikkonen hjá McLaren og var mjótt á mununum þegar bílarnir komu í mark eftir stanslitla 306 kílómetra. Var Button 1 sekúndu á eftir Barrichello og Raikkonen fjórum sekúndubrotum betur. Heimsmeistarinn Michael Schumacher komst aldrei í gang þrátt fyrir tilburði. Honum gekk illa í tímatökum fyrr um helgina og ekki tók betra við í keppninni sjálfri. Var hann í sextánda sæti eftir tíu hringi og lenti þá í samstuði við Klien sem ekur fyrir Jagúar. Varð Klien að hætta keppni en Schumacher hélt sínu striki og náði tólfta sætinu áður en loftlaus hjólbarði gerði honum lífið erfitt. Endaði hann þó í því sæti og náði að setja hraðasta hring í keppninni í leiðinni. Úrslitin breyta þó engu um heimsmeistaratitilinn þegar tvær keppnir eru eftir. Schumacher er langt undan öðrum keppendum og sömu sögu má segja um lið Ferrari sem leiðir keppni bílasmiða með talsverðum mun. Sagðist Schumacher eftir keppnina ánægður með sigur Barrichellos og stoltur af því að bjáti eitthvað á hjá öðrum bílstjóranum tekur hinn upp hanskann. Var um fyrstu keppni í Formúlu 1 að ræða í Kína en keppt var á glænýrri braut sem byggð var sérstaklega fyrir Formúlu kappaksturinn. Var fullsetinn bekkurinn og fengu áhorfendur aldeilis að sjá hvað gerir þessa keppi spennandi.
Íþróttir Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Fram | Hörkuleikur í Mosfellsbæ Í beinni: Svíþjóð - England | Hvort fer í undanúrslit? Í beinni: Víkingur R. - Malisheva | Standa vel að vígi Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Það hafa allir runnið í gegnum þessa lokunarpósta án vandræða“ „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Dani og Kínverji leiða á Opna breska Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Sjá meira