Sport

Víkingur skellti Val á Hlíðarenda

Víkingur skellti Val 31-23 á Hlíðarenda í gærkvöld í suðurriðli á Íslandsmóti karla í handknattleik. Þröstur Helgason skoraði átta mörk fyrir Víking. Reynir Þór Reynisson varði 25 skot og lagði grunninn að sigri Víkinga. ÍBV burstaði Stjörnuna með tólf marka mun 30-18. Zoltan Belanyi skoraði tíu mörk fyrir Eyjamenn. ÍR lagði Selfoss að velli 29-24. Ingimundur Ingimundarson skoraði sjö mörk fyrir Breiðhyltinga. Valur, Víkingur, ÍBV og ÍR eru með fjögur stig í suðurriðli. Elías Halldórsson skoraði tólf mörk fyrir HK í 32-28 sigri á FH í norðurriðli. Fram og HK eru efst með fjögur stig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×