Sport

Völler hættur með Roma

Þjóðverjinn Rudi Völler er hættur sem þjálfari ítalska liðsins AS Roma eftir tæplega mánuð í starfi. Völler sagði starfi sínu lausu fyrr í dag eftir 3-1 ósigur gegn Bologna í gærkvöldi. Bologna léku tveimur mönnum færri hluta leiksins og fannst Völler því tímabært að segja af sér eftir slíkar hrakfarir, en undir hans stjórn fékk Roma aðeins fjögur stig úr fjórum leikjum. "Mig langar til þess að þakka Franco (Sensi, forseti Roma) fjölskyldunni sem hafa leyft mér að segja starfi mínu upp" sagði Völler og bætti við að hann hefði séð hann honum væri ómögulegt náþví besta út úr liðinu. "Ég er vanur því að þjálfa lið mín á vissan hátt. Ég reyndi að þjálfa á minn hátt, en eftir úrslit gærdagsins var mér ljóst að þetta var ekki rétta leiðin". AS Roma sendi frá sér fréttatilkynningu skömmu eftir yfirlýsingu Völlers þar sem sagt var að Ezio Sella myndi taka við stjórn liðsins. Þar var einnig tekið fram að forráðamenn og leikmönnum liðsins væri bannað að tala við fjölmiðla. Völler hafði aðeins verið í starfinu síðan 31. ágúst, en þá tók hann við stjórnartaumunum úr hendi Cesars Prandelli, sem lét af störfum vegna fjölskylduástæðna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×