Sport

Barrichello sigraði í Kína

Rubens Barrichello á Ferrari hrósaði sigri í Kína-kappakstrinum í Shanghæ í morgun. Englendingurinn Jenson Button varð annar á BAR og Finninn Kimi Raikkönen þriðji á McLaren. Mikil spenna var um efstu sætin og aðeins munaði nokkrum sekúndum á efstu mönnum. Heimsmeistarinn Michael Schumacher var síðastur á ráspól en náði að vinna sig upp í 12. sæti. Þetta er lélegasti árangur Þjóðverjans frá upphafi í Formúlu eitt, þ.e.a.s. í keppni sem hann hefur náð að klára.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×