Sport

Þrjú mörk á fimm mínútum

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu tapaði naumlega fyrir Ólympíumeisturum Bandaríkjanna 4-3 í vináttuleik í Rochester í gærkvöld. Þær bandarísku komust í 3-0 en Erla S. Arnardóttir, Edda Garðarsdóttir og Laufey Ólafsdóttir jöfnuðu metin á fimm mínútna kafla í síðari hálfleik. Sigurmarkið kom þegar venjulegum leiktíma var lokið. Tólf þúsund áhorfendur fylgdust með leiknum sem var einskonar kveðjuleikur fyrir nokkrar í bandaríska liðinu. Þjóðirnar mætast aftur í Pittsburgh á miðvikudagskvöldið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×