Sport

Byrjunarlið Íslands í kvöld

Helena Ólafsdóttir, þjálfari A-landsliðs kvenna í knattspyrnu, hefur valið byrjunarliðið fyrir fyrri vináttuleik gegn Ólympíumeisturum Bandaríkjanna en liðin mætast í Rochester í kvöld. Lið Íslands er þannig skipað: Þóra Helgadóttir er í markinu. Varnarmenn: Íris Andrésdóttir, Málfríður Erna Sigurðardóttir, Erla Hendriksdóttir og Ásta Árnadóttir. Miðjumenn: Margrét Lára Viðarsdóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir, Dóra Stefánsdóttir, Laufey Ólafsdóttir og Edda Garðarsdóttir. Olga Færseth er ein í framlínunni. Myndin er af Helenu Ólafsdóttur landsliðsþjálfara.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×